Ali og Villis: Töframenn ofurhraðans.

Fróðlegt er að kynna sér tvo bardagaíþróttamenn, sem kalla mætti töframenn ofurhraðans. 

Þetta eru þeir Bruce Willis og Muhammad Ali.  

Í ákveðnum atriðum var Willis með svo hraðar hreyfingar að það olli kvikmyndagerðarmönnum vandræðum. 

Ástæðan var sú, einn myndrammi í filmu er einn fertugasti hluti úr sekúndu. 

Ali gaf því höggi tvö nöfn, Phanton punch og Ancor punch og benti á það að höggið hefði verið svo hratt, að það hefði verið styttra en einn kvikmyndarammi. 

Í stríðni útskýrði hann þetta þannig, að á einum fertugasta úr sekdúndu depluðu menn augunum, og að ástæða þess að enginn sá höggið hefði verið sú, að allir í salnum depluðu auga á sama tíma! 

Tíminn átti eftir að leiða í ljós að Vofuhöggið var raunverulegt, því að höfuð Listons færist örsnöggt til á milli myndramma.  

Í bardaga við Ron LyLe áratug síðar ló Ali langan hægri kross svo hratt að Lyle rotaðist án þess að myndin sýndi það nákvæmlega. 

Ali var einhver hraðmælskasti orðhákur sinnar tíðar, en fyrstu einkenni Parkinson heilasjúkdómsins, sem þjáði hann frá 1979, komu fram í röddinni, sem varð óskýr og hæg. 

Talið er að Parkinson sjúkdómurinn tengist oft höfuðhöggum, ýmist frá ungum aldri eða í mkilu magni eins og hjá Ali. 


mbl.is Bruce Willis hefur greinst með heilabilun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband