Kínverjar og Rússar studdu Norður-Kóreumenn í Kóreustríðinu.

Kóreustyrjöldin hófst miðsumars 1950 með óvæntri innrás N-Nóreumanna inn í Suöur-Kóoeu. 

Litlu munaði að innrásarherinn næði öllum Kóreuskaganum á sitt vald, en fyrir tilviljun höfðu. Sovétmenn dregið fulltrúa sinn tímabundið út úr Öryggisráðinu út af óskyldum málum, svo að samþykki Sþ fékkst fyrir því að stofna fjölþjóðaher til aðstöðar Suður-Kóreumönnum undir stjórn Douglas Mac Arthur yfirhershöfðinga í Bandaríkjaher.  

Snerist dæmið þá við og fjölþjóðaherinn sotti norður eftir Kóreuskaga og inn í Norður-Kóreu. 

En þá kom upp ný staða: Í lofti birtust fyrstu orrustuþotur sögunnar, sem beitt var í stríði, rússneskar MiG 15 þotur, sem voru það miklum kostum búnar, að þrátt fyrir skort á þjálfun flugmanna gerðu þær usla í loftbardögum. 

Þegar stefndi í það að Bandaríkjamenn færu yfir Yalufljót við landamæri Kína urðu aftur tímamót: Vopnaðir kínverskir "sjálfboðaliðar" birtust á vígvellinum, og nú snerist dæmið aftur við og kommúnistaherinn sótti til suðurs og ógnaði Seul. 

Við tók þrátefli og samningaþóf sem stóð í meira en tvö ár. Báðir aðilar stríðsins áttu á hættu að láta stríðið stigmagnað, og þurfti Truman Bandaríkjaforseti að reka Mc Arthur og skipta um yfirhershöfðingja. 

Lokastaðan var í formi vopnahlés, sem enn heldur, en án friðarsamninga. 

Margt er svipað í Úkraínustríðinu og Kóreustríðinu. Styrjaldir staðgengla og stuðnings við báða stríðsaðila sem ber í sér hættu á stigmögnun. 

1950-53 var kjarnorkuógn á frumstigi að ræða, en í beitingu kjarnorkuvopna nú er gereyðingarógnin alger og snýst um líf eða dauða siðmenningarinnar og líf á jörðinniEn hættan nú er í raun margfalt, margfalt meiri vegna þess að þótt kjarnorkuvopn á frumstigi væru ógnin 1. 


mbl.is Segir Kínverja ætla að vopna Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband