19.2.2023 | 23:03
Sagan endalausa.
Gular, appelsínugular eða rauðar viðvaranir og lokanir vega; ekkert virðist geta stöðvað landlæga þrá landans til að fara sínu fram, hvað sem hver segir.
Veðurlýsing á vedur.is á Hellisheiði í dag: 30 metrar á sekúndu, eins stigs frost og rakastig 100%. Sem sagt, þreifandi blindhríð í vindi, sem nær meira en 100 kílómeetra hraða á klukkustund, sem jafngildir fárviðri.
Búið að spá þessu, tíu lemstraðir bílar og fjórir slasaðir fluttir af vettvangi í sjúkrabílum, fastir liðir eins og venjulega.
Tíu bíla árekstur á Hellisheiði: Margir enn fastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sagan endalausa, sem versnar bara þar til líf verður óbyggilegt á jörðinni fyrir mannfólk og aðrar lífverur, ef við trúum kenningum um hamfarahlýnun, sem ég geri og sé merki um allt í kringum mig.
Ég held að kuldi og léttir stormar séu eðlileg fyrirbæri á þessum slóðum upp að vissu marki. En þessi vetur hefur einkennzt af öfgum í veðurfari, og ég man ekki eftir svona öfgum fyrir 20-30 árum, svona þrotlausum stormum sem jaðra við fárviðri, eða eru fárviðri.
Allt þetta passar við lýsingar á hamfarahlýnun.
Fólk reynir að draga úr mengun og útblæstri, en það dugar ekki til á meðan risahagkerfin úti í heimi auka mengun en minnka hana ekki.
Ég hélt því lengi fram að það ætti að leyfa fátækum þjóðum að vera fátækar áfram, að öll sæla væri afstæð, enda sagði íslenzka fólkið í hjálparstarfinu í Afríku að það væri einstakt hvað fátækta fólkið þar væri þakklátt og brosmilt þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Á þetta var ekki hlustað.
Forstjórar erlendra risafyrirtækja hugsa um hagnað en ekki umhverfisvernd. Mansal er tengt við risafyrirtækin. Á sama tíma styðja íslenzkir vinstrimenn og jafnaðarmenn þessi risafyrirtæki því þau eru á kafi í flóttamannaiðnaðinum, eins og George Soros til dæmis. Hugsjónir eru orðnar gjaldfallnar og úreltar margar.
Sigmundur Davíð er kallaður rasisti, því hann þorir að benda á samhengið.
Við erum fórnarlömb gróðahyggjunnar og risafyrirtækjanna. Stuðningur við Rússland er andstaða við alþjóðahyggjuna, andstaða við þetta kerfi sem veldur mengun, mannréttindabrotum og hefur heljartök á stjórnmálum á Vesturlöndum.
Ingólfur Sigurðsson, 19.2.2023 kl. 23:52
Sæll Ómar
Það er eins og fólk átti sig ekki á að Hellisheiðin er fjallvegur. Á föstudag var veður með ágætum, reyndar mjög gott miðað við árstíma. Átti erindi austur fyrir fjall. Þó veðrið væri með besta móti beggja megin heiðarinnar, var samt lágarenningur á sjálfri heiðinni. Saltbílar á fullu við að salta svo ekki myndaðist hálka á veginum. Það er mikill munur á veðri hvort er við sjávarmál eða í 375 metra hæð.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 20.2.2023 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.