24.2.2023 | 20:51
Gæti aðalmarkmið Pútíns verið rússneskt orkustórveldi eftir langt stríð?
Seinni tíma rannsóknir sagnfræðinga á Seinni heimsstyrjöldinni hafa leitt í ljós, að stríðstíminn sjálfurv var markmið Hitlers í sjálfu sér.
Það sést þegar skoðuð eru ummæli hans í lokuðum hópum áhrifamanna í aðdraganda stríðsins.
Hann nefnir það strax fljótlega eftir valdatöku sína, að heppilegasti tíminn fyrir stórt stríð yrði í kringum 1940.
Í bókinni "Nazism at war" er kafað betur ofan í þetta, og þá sést vel að þessi tímasetning miðast við þann tímapunkt þegar uppgangur í efnahagslífi Þýskalands er mestur miðað við hraðann hjá hinum stórveldunum.
Útgjöldin til hernaðaruppbyggingar voru ekki sjálfbær nema til 1938, en eftir það var nauðsynlegt að seilast til yfirráða yfir auðlindum og löndum, sem juku þjóðartekjur Þjóverja nægilega mikið.
Hitler reiknaði með því að Vesturveldin myndu ekki leggja út í styrjöld 1939 vegna Póllands heldur neyðast til að sætta sig við skiptingu Austur-Evrópu í griðasamningi Hitlers og Stalíns 23. agúst 1939.
Í þessum efnum fór Hitler eftir þeirri skoðun Ribbentrops utanríkisráðherra síns, að Bretar myndu ganga til friðarsamninga, uppá þau býti að skipta nýlendum heimsins á milli sín.
Í þessu efni skjátlaðist nasistum alveg og urðu að hraða ágengri útþenslustefnu sinni.
Þótt sýnst geti að Rússum muni nú "mistakast að ná einu einasta markmiði" eins og Ursula von der Leyen segir, er ekki að sjá annað en að eitt mögulegt markmið hafi gleymst í því efni: Að stríðið dragist á langinn.
Langtímasjónarmið Rússa gæti leynst í því hvernig þeir gætu eygt völ á því að nýta sér gríðarlegar orkulindir sínar og einnig orkulindir í löndunum fyrir austan Svartahaf.
Ekki mun það draga úr draumsýn af þessu tagi, að um er að ræða fyrrum Sovétlýðveldi, sem gætu orðið að fyrirmynd fyrir rússneskt stórveldi með gnægð orkulinda og gasleiðslur til allra átta.
Með svona markmið og baktryggingu í risa kjarnorkuvopnabúri Rússa gæti aðalmarkmið þeirra orðið það að þrauka sem lengst og þreyta NATO og bandamenn Úkraínumanna.
Pútín mistekist að ná einu einasta markmiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar, væntanlega eru yfirráð yfir matvælamarkaðnum miklu mikilvægari. Sameinað Stór-Rússland hefur yfirburðastöðu á honum, sama hvaða tölur sem skoðaðar eru.
EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 24.2.2023 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.