27.2.2023 | 18:44
Upphaflega var bara rætt um Eilliðaey á Breiðafirði.
Davíð Oddsson var forsætisráðherra ef rétt er munað, þegar fyrst fóru af stað sögusagnir um að Elliðaey kæmist kannski í eigu Bjarkar Guðmundsdóttur með milligöngu ríkisvaldsins.
Síðan dó sú umræða út, en hefur nú lifnað á ný á þann hátt, að nálgast fullkomið rugl um bæði Elliðaey á Breiðafirði og Elliðaey í Vestmannaeyjum, en á milli þessara tveggja eyja eru mira en 200 kílómetrar í beinni loftlínu og þær ekki einu sinni í sama kjördæmi né í sama landshluta.
Flökkusögur ganga um Elliðaey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað segir svo síðuhafi um tilurð þessarar eyjar.
Hún líkist einna helst illa hryggbrotinni belju, -
snúin til beggja enda uppúr sjálfri sér.
Við svona ey er bara eitt að gera: Sprengja hana í loft upp!
Herveldið Ísland fer nú létt með það!
Húsari. (IP-tala skráð) 28.2.2023 kl. 05:40
Ég hef alla tíð dáðst að Elliðaey á Breiðafirði og lýst henni fjálglega. Minnist þess ekki að hafa notað orðin "illa hryggbrotin belja" í því sambandi.
Ómar Ragnarsson, 28.2.2023 kl. 08:46
Sæll Ómar.
Sé að þetta hefur farið í kross, - bið þig velvirðingar á orðbragðinu, -
vissulega hefur þú ekkert sagt þessu líkt, - orðin mín
sem fyrr sagði.
Húsari. (IP-tala skráð) 1.3.2023 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.