Mikilvægt að setja sig inn í hugsunarhátt deiluaðila.

Þegar hart er deilt er það oft mjög misjafnt hvernig deiluaðilar líta á hlutina.

Í bílaferðalagi norrænna blaðamanna um Kolaskaga frá Finnlandi 1978 var fróðlegt að sjá, hvernig viðhorf Rússa til Vesturlanda spegluðust í skólum og söfnum. 

Þar voru söfnin afar vel gerð og lýstu vel sögu landsins. Samkvæmt henni hófst "Fððurlandsstríðið mikla" 22. júní 1941 og stóð til maíbyrjunar 1945. 

Hvergi var minnst á fyrirbærið Seinni heimsstyrjöldina né stríð Sovétmanna við Japani í ágúst 1945. Þaðan af síður á stríð Rússa og Japana 1905.  Heldur ekki vetrarstríðið við Finna fra desember 1939 til mars 1940. 

Hvað þá innlimun Eystrasaltsríkjanna þriggja í Sovétríkin í júní 1940 með hervaldi.  

Í gangi var greinileg innræting þar sem innrásir Napóleons 1812 og Hitlers 1941 voru aðalatriðið.  Beiting hervalds í nágrannaríkjum 1939 til 1940 greinlega sjálfsagt mál.

Rússar háðu svonefnt Krímstríð um miðja 19. öld og misstu í því marga tugi þúsundir hermanna. Í stríðinu við öxulveldin í Föðurlandsstríðinu misstu Rússar milljónir manna bara  vegna þess hluta stríðsins sem háður var um yfirráð yfir Krímskaga.  

Í augum Rússa er Krím rússneskt land, sem Krústjoff færði af barnaskap yfir til Úkraínumanna 1964 til að undirstrika samheldni Sovétríkjanna. 

Þar er rússneska aðal tungumálið, og hernaðarlegt og söguleg tilkall Rússa til Krímskagans þvi mikið. Rússum finnst því ekki óeðlilegt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á skaganum um það að hann sameinist Rússlandi á ný.   

 


mbl.is Myndband: Hlegið að utanríkisráðherra Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kriem er ekkert frekar ŕússnesk en úkraínskt. Þú getur séð það á kortum frá því keisaradæmið var við lìði og eftir það. Þó á Akureyri hafi verið töluð danska á sunnudögum geri það Akureyri ekki danska.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.3.2023 kl. 08:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef Krím var "ekkert frekar rússneskt svæði en úkraínskt", hvernig gat þá Krústjof látið flytja yfirráðin yfir skaganum til Úkraínu 1964?

Ómar Ragnarsson, 5.3.2023 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband