Augljós kynslóðaskipti í alþjóðaknattspyrnunni?

Ekki þarf annað en að líta á gengi París SG, Arsenals og fleiri liða auk úrslitanna á HM til að sjá dæmi um það hvernig nú eru að ganga fram áberandi kynslóðaskipti í alþjóðaknattpyrnunni.

Það eru ekki bara markatölurnar, sem tala sínu máli, heldur ekki síður tölurnar, sem sýna aldur bestu knattspyrnumannanna. 

Um það gildir svipað og tilsvar Sigrúnar Magnúsdóttur kaupfélagsstjóra minnsta kaupfélags landsins á níunda áratugnum, sem þá var á Óspakseyri við Bitrufjörð í Strandasýslu. 

Í heimsókn til hennar 1990 lýsti hún hvernig hún hefði notað hagkvæmni smæðarinnar, nánast enga yfirbyggingu, til þess að komast af þau ár sem SÍS hrundi. 

Í heimsókn til hennar tíu árum síðar var spurt um mannfjöldann í hreppnum og samtalið var stutt og snaggaralegt: 

"Hann er sá sami og fyrir tíu árum" svaraði Sigrún. 

"Það eru góðar fréttir." 

"Nei, þetta eru slæmar fréttir", svaraði hún. 

"Nú? Það er skrýtið." 

"Nei," svaraði hún. "Við erum öll orðin tíu árum eldri." 

Svipað gildir um fleiri fyrirbæri. 

Messi, Ronaldo og Zlatan eru þarna ennþá, en eftir tíu ár verða þeir orðnir tíu árum eldri.  


mbl.is Mbappé sló markametið 24 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband