13.3.2023 | 01:35
Löng hnignunarsaga bresks bílaiðnaðar.
Á árunum kringum 1960 voru uppgangstímar í bílaframleiðslu Breta. Strax árið 1948 hafði Land Rover komið fram með jeppa, sem var lítið stærri en Willys, en tók sjö manns í sæti.
Hver merkisbíllinn af öðrum leit dagsins ljós hjá Tjallanum, og má sem dæmi nefna Mini með byltingarkennda hönnun Alec Issigonis, sem smám saman varð að beinni fyrirmynd meira en 80 prósent allra fólksbíla í heiminum.
Í kjölfarið fylgdi Morris/Austin 1100, en bílarnir, sem áttu að verða arftakar þeirra og Mini, voru hins vegar misheppnaðir, ekki aðeins í hönnun og gerð, heldur lagðist helsti bölvaldur bresks iðnaðar yfir yfir þá í formi lélegrar stjórnunar, vinnudeilna og gjaldþrota.
Einstaka bíll hefði átt að eiga einhverja möguleika, en skipulag og sala þeirra varð fyrir óbætanlegum töfum.
Kannski má sega að Ford Cortina af 2. kynslóð hafi verið síðasti virkilega vel heppnaði breski bíllinn.
Meira að segja Mini var undir lok aldarinnar kominn langneðst á lista Auto motor und sport í bilanatíðni og erfiðu viðhaldi.
1975 var Rover 3500 valinn bíll ársins í Evrópu. Ragnar Halldórsson forstjóri álversins í Straumsvík fékk sér einn af þessum bílum, sem áttu að keppa við helstu eðalbíla þess tíma en varð fyrir miklum vonbrigðum eins og fleiri.
Nokkrar undantekningar á borð við Range Rover 1970 gátu ekki breytt þessari mynd, og í stað þess að halda sæti sínu í forystu bílaframleiðsluþjóða fóru hinar og þessar minni þjóðir fram úr Bretum með tímanum.
Ævintýri á borð við Dacia Duster gerast nú hjá öðrum þjóðum og meðal þjóða, sem nú stefna á að komast fram úr Bretum í fjölda smíðaðra bíla má nefna Marokkómenn.
Þetta er synd og ekki síður ef rétt er, að vonir Breta um betra gengi í gegnum Brexit hafi ekki gengið eftir.
Ekki framleitt færri bíla síðan 1956 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir seinni heimsstyrjöldina komu Japanir til Bretlands að læra að smíða
bíla. Framleiðsla á Nissan Qashqai gengur vel á Bretlandi.Ineos Grenadier
sem stóð til að framleiða á Bretlandi endaði í Hambach Frakklandi þannig
að Brexit dugði þeim ekki.
magnús marísson (IP-tala skráð) 13.3.2023 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.