Allt of mörg hús hér á landi þola ekki íslenskar aðstæður.

Fyrir um tveimur áratugum gerðist eitt af fjölmörgum svipuðum atvikum hér á landi varðandi sölu á nýjum húsum af erlendum uppruna. 

Verðandi kaupendur slíkra húsa voru svo heppnir að þekkja einn helsta sérfræðing hér á landi í viðhaldi og gæðum húsa, og fengu það mat, að enda þótt þessi hús væru seld á alveg einstaklega lágu verði, væru þau í raun óhæf til notkunar við íslenskar aðstæður af því að þau myndu ekki endast nema örfáa áratugi í því sérstaka veðurfari sem hér er. 

Búast yrði við því að uppsett verð fyrir þau yrði að engu á um það bil þrjátíu árum. 

Ekki varð að ofannefndum kaupum, en sama spurningin er gild nú eins og þá, hvers vegna svona dæmi fá að viðgangast áratugum saman hér á landi. 


mbl.is Vinsæl utanhússklæðning ítrekað dæmd gölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er allt í klessu í húsnæðismálum á Íslandi. Ekki einu sinni hægt að klæða þau rétt:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/13/vinsael_utanhussklaedning_itrekad_daemd_gollud/

Ónefnd er svo myglan. Gömul hús eru með rifur og op sem leyfa lofti að leika um þau. Krafan í dag eru að þau séu loftþétt. Enginn reykir lengur og loftar út. Hiti, raki, léleg efni, töfralausnir og allt er í klessu. 

Geir Ágústsson, 13.3.2023 kl. 21:50

2 Smámynd: Haukur Árnason

Þessi uranhúsklæðning er mjög sterk og veðurþolin. En hún breytir lengd eftir veðráttu. Best að nota hana standandi, þá koma ekki lengdarsamskeyti.
Hef fylgst með einu húsi með þessari klæðningu un 30 ár. Sér ekki á henni.

En umboðið ætti að upplýsa betur um þessa hættu.

Haukur Árnason, 13.3.2023 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband