19.3.2023 | 18:08
"Landsins forni fjandi" er til margs vís.
Hafísinn við Ísland er fyrirbæri sem enn verður að hafa gát á, þótt loftslag kunni að hlýna.
Meginástæða ólíkindanna, sem ísinn á til að sýna, er sú, að vegna snúnings jarðar, hrekur mikill vindur ísinn ekki beint áfram, heldur sveigist rekleið hans til hægr.
Þótt ætla megi í fljótu bragði að mikil norðaustanátt hreki ísinn helst að landi okkar, beinir hún ísnum þvert á móti ákveðið í sömu átt suður Grænlandssund og Grænlandshaf og heppilegt getur talist, sé ísinn mikill á annað borð.
Verst er, þegar miklar, langar og hvassar suðvestanáttir ríkja á leið íssins um Grænlandssund.
Þá beinir vindurinn ísnum til hægri á leið hans, þ. e. til austurs, jafnvel meðfram Norðurlandi, jafnvel með aðstoð þeirrar greinar Golfstraumsins, sem kemst þá leið upp að suðvesturströndinni.
Landsins forni fjandi talinn varasamur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Sjálfsagt er kvæði Matthíasar um hafísinn þekktara en skáldanna
Hannesar Hafsteins og Einars Benediktssonar.
Hér er upphaf kvæðis Einars Benediktssonar, Hafísinn:
Einar Benediktsson:
HAFÍS
Frá vestri til austurs um hólmann hálfan
hringar sig brimhvíta, fljótandi álfan.
Þar björgin sig mylja sem brothætt skurn
yfir bældu, æðandi reginhafi. —
Ein himinvið sjón út á heimsenda sjálfan,
eitt helstrokið riki með turn við turn,
sem gljá og speglast við geisla hvurn
yfir gaddbláum skuggum, marandi í hálfu kafL
Í annað sinn heiðmáninn veltir nú vöngum
sem vofa á glugga yfir hafgaddsins svæði.
Hyldjúpsins þrá í hvalanna mæði
heyrist æ þyngri hjá vakanna spöngum.
Vordauðans sigð er á lofti um allt land.
Hver lambsfeldur við heiði og sand.
Hið volduga, harða, helþrönga band
lengir hugi og vonir á sóldögum köldum og löngum.
Heiðarnar eru línhvít lík,
lögð við hamranna dökku fjalir.
Blómin sín jarða daprir dalir.
Það dregur násúg um skaga og vík.
Túngrösin kynbætt af þúsund þrautum
við þúfuna grúfa í neðstu lautum.
Haginn er litlaus, lóslitin flík.
Lífsmörkin krjúpa í felur í jurtanna skautum.
— En kópurinn leikur hjá landsins steinum
og látrar sig um þetta hvíta grjót.
Hann teygir sig hátt á fitjaðan fót
með forvitnum barnsaugum, djúpum og hreinum.
Í ótta og flótta frá skrápi og skoti
hann skimar og hvimar á kafi og floti —
á þangskerið efst nið'r í þarans rót
með þungan álagaham yfir dvergsmáum beinum.
Húsari. (IP-tala skráð) 19.3.2023 kl. 22:12
Takk fyrir þessa viðbót, Húsari.
Ómar Ragnarsson, 19.3.2023 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.