"...hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur."

Nútíma bardagaíþróttir virðast geta byggt brú á milli þeirra tíma þegar bardagalist litaði Íslendingasögurnar og þeirra nýju tíma, þar sem komið gætu fram íslenskir afreksmenn gætu gert garðinn frægan. 

Síðuhafi fylgdist vel með því, hve mikill yfirburða íþróttamaður blundaði í Jóni Páli Sigmarssyni hér um árið, og er nokkuð viss um það, að hefði Jón Páll frá upphafi stundað atvinnuhnefaleika erlendis hefði hann getað orðið yfirburða þungavigtarmaður í krafti stærðar, snerpu, hraða krafta og gríðarlegs úthalds auk hins rétta hugarfars frábærustu afreksmanna. 

Í Íslendingasögunum áttum við okkar hetju í Gunnari á Hlíðarenda, sem gat stokkið hæð sína í öllum herklæðum - og eigi skemur aftur fyrir sig en áfram. 

Í þeim efnum var hann þúsund árum á undan Fosbury þeim, sem gerbylti hástökkstækninni með sigri á Ólympiúleikunum í Mexíkó 1968. 

"...lágum hlífur hulinn verndarkraftur  /  hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur." orti Jónas um Gunnar á Hlíðarenda. 

Gunnar Nelson skorar nú menn á hólm og fer mikinn, virðist búinn að ná sér heldur betur á strik, og er vonandi að á þeim hólma hlífi honum hulinn verndarkraftur. 


mbl.is Gunnar vann Barb­erena
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband