Nútímatækni ætti að auðvelda framkvæmd nýs kerfis bifreiðagjalda.

Framyfir síðustu aldamót var í gangi kerfi varðandi rekstur dísilbíla, sem byggðist á því að umráðamenn slíkra bíla héldu skriflega akstursdagbók, sem var grunnheimild um akstur þessara bíla. 

Miðað við það, hve tækninni hefur fleygt fram síðan, ætti að vera auðvelt að búa til kerfi nú, sem gæti verið grunnur að sanngjarnri lausn á kerfi með kílómetragjaldi á akstur. 

Nauðsynin er brýn, því að afar miklu skiptir að nýtt kerfi auðveldi fólki að velja sér farartæki til eignar.  

 


mbl.is FÍB vill að allir greiði kílómetragjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Fækka þarf sköttum og lækka - ekki fjölga.

Hvað með þá sem búa á Suðurnesjum en sækja vinnu í Rvk? Þetta er ekki hugsað í gegn hjá FÍB. 

Stefnan á að vera að bæta lífskjör fólks - ekki rýra.

Helgi (IP-tala skráð) 21.3.2023 kl. 21:14

2 identicon

Af hverju í ósköpunum á stór díselbíll að greiða helmingi meira en jafn þungur rafmagnsbíll? Þyngdarslitið er jú það sem fer verst með vegi landsins.

FÍB er komið á villigötur með því að taka undir ofstopann sem beinis gegn hinum mjög svo umhverfisvænu díselbílum.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2023 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband