Japanska bílabyltingin byggðist á áreiðanleikanum.

Fyrstu fimmtán árin eftir lok Seinni heimsstyrjaldarinnar báru Bandaríkin ægishjálm yfir aðra bílaframleiðendur heims, en Bretar fylgdu fast á eftir. Fram til 1957 voru amerískir bílar vandaðir og áreiðanlegir og hinir "þrír stóru", GM, Ford og Chrysler með pólitískt kverkatak á valdhöfunum vestra, samamber það hvernig þeir knésettu Preston Tucker með lagaklækjum og stöðvuðu hann í að komast inn á markaðinn með byltingarkenndan bíl sinn. 

Tucker vann þennan bardaga um síðir, en var þá orðinn of seinn. Lokaorð hans við réttarhöldin voru þau, að ef haldið yrði áfram á þessari braut, myndu sigruðu þjóðirnar, Þjóðverjar og Japanir, taka völdin á bílamörkuðum heimsins. 

Gall þá við skellihlátur í réttarsalnum, svo mikil fjarstæða sýndist þetta vera í augum viðstaddra. 

En aðeins þremur árum seinna hafði myndin gerbreyst. 

Chrysler tók upp stórsókn í djörfu útliti og jók óvönduð og skammsýn vinnubrögð 1957, sem byrjuðu fljótt að hefna sín á næstu árum.  

1958 stórjókst sala lítilla evrópskra bíla vestra, svo sem Bjöllunnar og sama ár leit eitt mesta klúður bílasögunnar, Edsel, dagsins ljós og lifði aðeins í tvö ár. 

Hinir þrír stóru stukku að teikniborðunum og kom fram með Ford Falcon, Chevrolet Corvair og Plymout Valiant, en í öllum asanum var nú svo komið, að bjóða Falcon sem bíl til að endast aðeins í þrjú til fimm ár.  

Seint á sjöunda áratugnum hófst svo innrás lítilla japanskra bíla á borð við hins smáa Honda Civic, og enn hlógu Kanarnir að því að helsti markhópur Japanana voru námsmenn. 

En sá hlátur kafnaði endanlega 1989 þegar komnir voru á markað Lexus 400 og Honda Legend og við blasti, að námsfólkið blanka 20 áruum fyrr hafði elst og orðið að vel stæðu fólki, sem hafði bundið tryggð við alveg nýja tegund af öryggi og áreiðanleika í japönsku bílunum, sem stækkuðu jafnt og þétt. 

Kominn var japanskur bíll sem skákaði jafnvel Benz S og BMW 7. 

 

Þessi þróun sást vel í ársriti sem þýska bílablaðið Auto motor und sport hefur gefið út með yfirliti yfir bilanatíðni einstakra bíltegunda. 

Um aldamótin voru Mazda og Toyota þar oftast éfstir. 

Á síðustu árum hafa bílar frá Suður-Kóreu sótt fram í þessu efni og fullkomnað spádóm Prestons Tucker fyrir sjö áratugum.  


mbl.is Kia á toppnum enn og aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband