26.3.2023 | 20:20
Þarf að blása til nýrrar gagnsóknar til bjargar íslenskunni strax.
Viðtalið á mbl.is við Linu Hallberg um stöðu íslenskunnar ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum varðandi þá hættu sem þjóðtunga okkar er komin í.
Vandinn gagnvart enskunni er margfalt meiri en vandinn var gagnvart dönskunni á 19. öld.
Hinn mikli innflutningur fólks af erlendum uppruna á sér ekki fordæmi, heldur bætist við þau atriði sem greiddu dönskunni braut á 19. öld, þ. e. að fólk væri byrjað að hugsa á dönsku og embættismenn að þróa með sér tyrfinn málstíl, sem kallaður var kansellístíllinn, af því að hann blómstraði mest í stjórnkerfinu og menntakerfinu.
Nú hafa samfélagsmiðlar og fjölmiðlar auk gríðarlegs magns af efni á ensku reist flóðbylgju, sem þrengir sér æ víðar inn í almenna málnotkun. Viðvörunarbjöllur gella alls staðar.
Of seint eftir tíu ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Reyndar sýnist mér flest vera orðið of seint í samfélagi okkar.
Ekki veit ég hvort það er vegna þess að blint er elsku augað
eða dansinn um gullkálfinn því varla fæ ég séð að önnur gildi
skipti nokkru.
Það þarf að spyrna við fótum þegar í stað og Sjálfstæðisflokkur
og Framsóknarflokkur slíti stjórnarsamstarfinu við VG en í
stað VG komi Miðflokkurinn og Flokkur fólksins.til starfa
fyrir land og þjóð. Oft var þörf en nú er nauðsyn landi okkar
til heilla og blessunar.
Húsari. (IP-tala skráð) 26.3.2023 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.