Hvernig standa mál Ofanflóðasjóðsins?

Snjóflóðið núna í Neskaupstað minnir dáltíð á snjóflóð, sem féll í Bolungarvík fyrir 26 árum. 

Þótt þessu væri lýst með orðinu "spýja" var hún nógu krafmikil til þess að fara í gegnum dyr og glugga á kjallara, og hefði getað farið illa ef einhver hefði verið þar inni.  

Í framhaldi af þessu var farin fréttaferð á vegum RÚV til snjóflóðastöðvarinnar í Davos i Sviss og hjólin fóru  að snúast í snjóflóðamálum okkar. 

Stofnaður var sérstakur Ofanflóðasjóður sem notaður yrði í metnaðarfullt átak hér heima í þessum málum.  

Því miður var smám saman farið að nota fjármunina í sjóðnum í annað, að því er virtist með þeirri hugsun, sem hefur loðað svo lengi við hér, að það væri bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. 

Sem sagt, skárra væri að nota peningana í annað en ofanflóðavarnir í stað þess að láta þá liggja. Treyst virtist á það að snjóflóð féllu síðar.  En snjóflóð falla því miður ekki þegar menn vilja það, heldur ætti löng reynsla að hafa kennt Íslendingum að þau falla þegar þær aðstæður eru, að landi hallar og það getur fallið snjór.   

Þegar snjóflóð olli miklum skemmdum á Flateyri fyrir nokkrum misserum vöknuðu gamlir draugar í tengslum við það að vestra höfðu snjóflóð drepið 35 manns 1995 í snjóflóðum á Vestfjörðum. 

Tólf manns fórust í snjóflóðinu í Neskaupstað 1974 og ekki furða að fólki verið hverft við þegar flóð gerir usla þar 49 árum síðar, þótt blessunarlega hafi ekki orðið alvarleg meiðsl á fólki í þetta sinn.   


mbl.is Rúður brotnuðu í fjölbýlishúsi sem flóð féll á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband