28.3.2023 | 20:45
Honda: Óvenju langlífur og mikill eldmóður.
Sverrir Þóroddsson er fyrsti og eini íslenski kappakstursmaðurinn, sem Íslendingar hafa eignast.
Kornungur komst hann í náin persónuleg kynni við helstu stóru karlana á þeim tíma, svo sem Mario Andretti, Mc Laren og driffjaðrir Ferrari.
Þessir menn höfðu margir yndi af flugi, eins og Sverrir, og eignuðust einkaþotur, og meira að segja eignaðist Niki Lauda eigið flugfélag, Lauda air.
Einn af brautryðjendunum á þessum uppgangsárum kappakstursins á sjöunda áratugunum höfðu þó algera sérstöðu.
Sverrir, sem var þá byrjaður að keppa í formúlu 3 var á ferð með bíl sinn á eins ódýran hátt og unnt var, hitti dag einn fyrir hóp manna, sem voru í ferð með Honda vélhjól við svipaðar aðstæður og reyndist einn af þeim, sem var svipað klæddur og aðrir viðgerðarmenn, sjálfur Honda að feta braut þess fyrirtækis inn í keppni á vélhjólum og bílum.
Þetta hugarfar speglaðist í framleiðslunni og brautargenginu á öllum sviðum.
Honda Super Cub varð að eftirlætis léttu bifhjóli námsmanna og alþýðu, og þetta íðilsnjalla hjól er nú orðið mest selda einstaka gerð vélkhnúins farartækis í heimi eftir að það var endurvakið í hitteðfyrra og hefur nú verið framleitt og selt í meira en 100 milljón eintökum!
Í gamla daga var þetta 50 cc hjól en nú er það orðið 125 cc hjól með einstæða eiginleika sem alltaf fyrr.
Sérstök hlíf ver ökumanninn fyrir bleytu og auri, hjólið er með miðjumótor og smávegis farangurshólfi, auk bögglabera, sem setja má allt að 40 lítra farangurskassa á, hámarkshraðinn um 90 km/klst og eyðslan um tveir lítrar á hundraðið.
Á sýningu í Öskju sl. laugardag voru sýnd nokkur ný hjól af Honda Monkey gerð, sem er smátt 125 cc hjól, sem eyðir aðeins 1,5 lítrum á hundraðið en nær 90 km hraða og kemst um furðu erfiðar slóðir utan vega.
Eins og Super Cub, er hér um "uppvakning" að ræða og strax hafa nokkrir fest kaup á þessum nýju fararskjótum.
Enn er ógetið nýjustu afreka Honda í hinni miklu samkeppni í flokki "scooters" eða rollers, sem ranglega eru kölluð Vespur hér á landi.
Þessi hjól hafa um áraraðir verið burðarásar í hinni miklu umferð í evrópskum stórborgum fyrir sakir lipurðar sinnar og hagkvæmni.
Harðastur er slagurinn í 125 cc flokki, en þar er hestaflatalan frá 8 hestöflum upp í 15 hestöfl.
Í meginatriðum eru þrír flokkar á sviðinu 110 cc til 200 cc:
110 cc: Honda Vision og Yahama Delight.
125 cc: Vespa GTS, Honda Sh 125, PCX og Forza, Yahama Nmax og Suzuki Burgman 125 cc.
Á myndinni hér að ofan er Honda PCX við Jðkulsárlón í einni af mörgum ferðum sínum um allt land.
0fangreind hjól njóta fríðinda varðandi ökuréttindi ungs fólks og vegna hins stóra hlutverks þeirra í að greiða fyrir umferðinni í borgum.
Vespa hefur alltaf selst vel, til dæmis í Þýskalandi, en á Ítalíu Honda SH.
Fyrir rúmum áratug setti Honda fram nýtískulegan keppinaut í 125 cc flokknum, Honda PCX, sem komst á toppinn í Bretlandi.
Hjólið er eins og allir keppinautarnir, með eins strokks vél niðri við afturhjólið, en í stað þess að hægt sé að "ganga í gagnum" miðju hjólsins, er þar stokkur fyrir bensíngeyminn og farangurshólf.
Yamaha svaraði með mjög líku hjóli, N Max og hefði maður haldið að Honda þyrfti ekki að bregðast neitt við því, því flestar stærðir voru mjög svipaðar.
Nei, viti menn, fyrir tveimur árum kemur Honda með alveg nýtt PCX hjól, sem virðist í fyrstu vera nákvæmlega eins í útliti.
En eldmóðurinn leyndi á sér: Upplýst var að öll grunnbygging hjólsins væri gersamlega breytt, og sömuleiðis hreyfillinn.
Tölurnar töluðu sínu máli.
Farangurshólfið var 32 lítra í stað 22ja.
Benzíngeymirinn var 8 lítra í stað 6.
Hreyfillinn var tveimur yfirliggjandi kambásum og 4 ventlum í stað tveggja ventla og eins kambáss.
Hestöflin voru 12,8 í stað 11.3.
Og bensíneyðslan var minni en áður.
Þar að auki er nú boðið upp á 160 cc hjól, sem er ekki þyngra, en með tæplega 16 hestöfl og samt sömu 2,2 lítra eyðsluna á hundraðið.
Og hafin er hörð keppni á bilinu 125 til 200 hjóla sem stökkva úr 95 km hámarkshraða upp í 115 og 120.
Aprilía SR 200 GT er splunkunýtt svipað hjól meö 200 cc 18 hestafla hreyfil og mikla alhliða getu.
Nýr Civic sýndur með mótorhjólasýningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.