Líka fordómar um Gran Canaria og hinar eyjarnar.

Kanaríeyjar eru svo margar og fjölbreytilegar að svipað má segja um fordóma um þær. 

Það hefur tekið Tene marga áratugi að eyða fordómum Íslendinga, og það getur líka tekið nokkra áratugi að eyða fordómum um hinar, jafnvel sjálfa Gran Canaria. 

Síðuhafi fór í fyrstu ferð sína þangað 1975 og varð ekki frekar bergnuminn en Siv Friðleifsdóttir af Eyjabökkum næstum þremur áratugum síðar. 

Ástæðan 1975 kom ekki til fulls í ljós fyrr en 2009. Í ferð nokkrum árum fyrr hafði uppgötvast til fulls, að eyjan bjó yfir miklum mun á veðurfari á Ensku ströndinni og fallegum vog sunnar að nafni Puerto Rico. 

Það gat verið verið norðanvindur á Ensku ströndinni á sama tíma sem samfellt stafalogn, heiður himinn og mun meiri hiti var gulltryggður í Puerto Rico vegna þess þar nýtur betur skjóls fyrir norðanvindinum, sem þornar og hitnar í hnjúkaþey.  

Sumt er háð veðri en annað á þessari eyju, en hægt er að fara afar gefandi dagsferð á bíl frá Ensku strðndinni upp í fjðllin vestur af henni og síðan hringferð norður um þar til komið er á besta útsýnisstaðinn, þar sem borgin Las Palmas baðar sig í birtunni í norðri.   

Meðal góðra hugmynda má nefna eldbrunnar eyjarnar í norðaustri frá Gran Canaria. 

Eftirminnilegust af öllum ferðum á þessum slóðum var þó hópferð til Marrakesh í Marokkó, þar sem komið er borg, sem gefur flestum langt nef sem dæmi um undur menningar Afríku. 

Á stóra markaðstorginu voru á sínum tíma tekin minnisverð atriði í einni af myndum Hitckosh, og þegar rölt var í gegnum þröngar göturnar við torgið, var ógleymanlegt þegar einn af samferðamönnunum prúttaði við bónda, sem bauð upp á hana, lifandi eða dauðan til sölu. 

Um leið og kaupin voru ákveðin reiddi seljandinn upp öxi, hjó hausinn af hananum, pakkaði honum honum í skjóðu og afhenti vöruna!


mbl.is Var með mikla Tenerife-fordóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband