Gagnleg flotformúla fyrir jeppadekk.

Ætli það séu ekki liðin um fimmtán ár síðan sett var fram formúla hér á síðunni, sem beita mætti til að giska á flotgetu jeppadekkja.  Hún er svona, miðað við dekk sem stendur í lóðréttri stöðu, t.d. á jöklajeppa síðuhafa, Suzuki Grand Vitara dísil árg. 1998, myndin tekin í jeppaferð í Setur með Kerlingarfjöll í baksýn. Suzuki Grand Vitara ´98 35tommu.LM 333

Heildarhæð dekksins  x  breidd dekksins  x  hæð dekksins frá jörðu upp í felgu  x  0,28.   

35 tommu dekk:  35 x 12,5 x 10 x 0,28 =  1220.  Ef þetta er létt Súkka Fox, 1220 kíló, getur verið hægt að framlengja dæmið með prósentutölu, þ. e. að jeppinn hafi 100 % flotgetu.

Grand Vitarajeppinn er 1480 kíló og flotgetuprósentan ca 77 %. 

38 tommu dekk:  38 x 15,5 x 11,5 = 1900, og ef þetta er Toyota Hi-Lux, 2350 kíló, er flotgetan 75%. 

Formúlan hefur verið marg prófuð, bæði í ferðum og með jeppana inni á steingólfi til að sjá bælinguna við úrhleypingar. 

Radialdekk bælast jafnara en diagonal, eins og 44 tommu dekkin eru, en þeim er hætt við því að vöðlast upp við mikla úrlhleypingu. Þótt flotgetutalan sé meira en 3000 á 44 tommu dekkjum, sjást þeir yfirburðir best við það hve lítið dekkin bælast á 4 pundum eða meira, En þegar nálgast 2 pundin byrja ókostir diagonal dekkja að segja til sín. 

Því lengra sem hjólfarið er í kyrrstöðu miðað við breiddina, því betur rennur jeppinn, samanber eiginleika skíða. Range Rover Kötlujeppinn AE 039 

Síðuhafi hefur í 19 ár átt Range Rover með Nissan Laurel dísilvél árgerð 1973 og nefnt hann Kötlujeppann með tilliti til þess, að yfirvöld setja alloft það skilyrði fyrir umferð jeppa á fréttaslóðum að þeir séu með minnst 38 tommu dekkja. 

Þessi lúni jeppi er 2100 kíló og flotgetan lítið meiri en á 35 tommu Súkkunni. 

 

 

 

 

 

 

   

    


mbl.is Vilja njóta landsins í sátt og samlyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband