10.4.2023 | 07:25
Fleyg orðaskipti Söru Leander og Joseph Göbbels.
Sara Leander hét þekkt sænsk söngkona, sem var svo vinsæl bæði í Svíþjóð og í Þýskalandi, að hún komst í gegnum stríðsárin, en leið þó fyrir það víða utan Þýskalands.
Hún var undir pressu frá báðum aðilum, en þekkt urðu orðaskipti hennar við Joseph Göbbels, áróðurs- og menntamála þar sem atlaga Göbbels mistókst.
Þau hittust á samkomu og Gðbbels sagði við Söru: "Nafnið Sara, er það ekki Gyðinganefn?"
Sara lét sér hvergi bregða en svaraði samstundis: "Þú þarft ekki að spyrja mig að því, Joseph minn."
Ekki segir af frekari orðaskiptum þeirra.
Björguðu listamönnum úr klóm nasista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.