13.4.2023 | 16:59
Langur listi dæma um að náttúruvá hafi komið öllum að óvörum.
Ef náttúruvá kemur algerlega að óvörum skortir venjulega hin tvö v-in, varnir og viðbrögð.
Dæmin eru fjölmörg á síðustu hundrað árum. Hér nefnd nokkur af handahófi:
1934. Mjög harður jarðskjálfti á Dalvík, sem olli miklum skemmdum.
1947. Mannskætt snjóflóð í Goðdal á Ströndum.
1963. Surtseyjargosið.
1970. Heklugos aðeins 23 árum eftir gosið 1947, sem hafði komið eftir 103 ára hlé.
1973. Gos í Heimaey í hlíðum Helgafells. Ferðafólki var fram að því sagt að fellið væri útdautt.
1974. Snjóflóð í Neskaupstað, þar sem tólf manns fórust.
1975. Gos í Leirhnjúki. Að vísu aðdragandi á mælitækjum, en vegna framkvæmda ríkti þögn.
1980. Heklugos eftir aðeins tíu ára goshlé.
1983. Smágos í Grímsvötnum.
1983. Mannskætt krapaflóð á Patreksfirði.
1991. Heklugos, aftur eftir ónvenjulega stutt goshlé.
1993. Snjóflóð á Blönduósi!
1994. Mannskætt snjóflóð í Skutulsfirði.
1995 Snjóflóð á Súðavík, 14 manns fórust.
1995. Snjóflóð á Flateyri. 20 manns fórust.
1995. Snjóflóð í Reykhólasveit. Einn maður fórst.
1997. Snjóflóð í Bolungarvík.
1996. Gjálpargosið í Vatnajökli.
2021. Snjóflóð ofan í Flateyrarhðfn. (Enginn átti von á flóði svo langa leið)
2022. Aurflóð á Seyðisfirði.
2023. Snjóflóð með óvæntu tjóni í Neskaupstað.
Gosið við Fagradalsfjall var óvænt að því leyti, að það kom eftir átta hundruð ára goshlé.
Gosin á Fimmvðrðuhálsi og í Eyjafjallajökli komu eftir forvarnarráðstafanir í meira en áratug.
Umfangsmikil fjárþörf vegna náttúruvár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.