17.4.2023 | 09:01
Ekki síður skoða aðlögun að þverrandi orkulindum jarðefnaeldsneytis.
Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun, sem nú er haldin, er löngu tímbær. En jafnvel enn fyrr hefði mátt standa fyrir hinni hliðinni á peningnum, ítarlegri ráððstefnu um aðlögun að enn óumdeilanlegri staðreynd; að komið er að hámarki olíualdarinnar svonefndu og nú liggur leiðin óhjákvæmilega niður á við í þeim efnum sem öllu öðru fremur hefur ráðið för í orkubúskap og efnahagslífi þjóða heims.
Jafnvel þótt nýjar olíulindir verði teknar í notkun, verða þær hér eftir óhagkvæmari og minni en hin mikla uppspretta í Miðausturlöndum hefur verið.
Viðfangsefnið, loftslagið og orkulindirnar, skarast og þess vegna mætti síðan allt eins hugsa sér þriðja viðfangsefnið, hvernig sú skörun á eftir að virka.
Beint: Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.