Trylltur hamfarastormur vindorkuveranna að hefjast?

Andrúmsloft jarðar lætur lítið yfir sér hvað snertir eðlisþyngd, en þegar allur lofthjúpur jarðar er lagður saman verður útkoman tryllingslega stór. 

Í gangi eru ævintýralegar fyrirætlanir nýrra valdahópa, sem kalla mætti vindgreifa, samanber sægreifa.  

Í undirbúningi eru minnst 40 vindorkuver, sem geta orðið ævintýralega stór. Sem dæmi má nefna eitt stykki, sem á að rísa úti á miðununum fyrir utan Hornafjörð og geta orðið allt að 15 þúsund megavött, eða framleiða allt að fjórum sinnum meiri orku en nemur allri orkuframleiðslu Íslendinga, en það þýðir 16 sinnum meiri orku en nú er notuð fyrir íslenska fyrirtæki og heimili!!!

Um það eru notuð orð eins og að "við vitum hvaðan árnar og fiskistofnarnir koma og hvert leið þeirra liggur, en enginn veit hvaðan vindur kemur né hvert hann fer. 

Fylgjendur þessara trylltu gróðahugmynda er strax farnir að tala um það að alls ekki megi leggja verðmat á vindinn, heldur megi hver sem er, erlendir sem innlendir, gera hann sér að féþúfu endurgjaldlaust. 

Það segir hins vegar sína sögu, hvað er í gangi, að nú er að byrja að koma fram hverjir eru fjárfestar í þessum ósköpum. 

Þar glyttir í mörg nöfn, sem kunnugleg eru í skrautlegri sögu forsprakka á öðrum sviðum fjárplógsstarfsemi og gróðabralls landans undanfarna áratugi. 


mbl.is Beint: Tillögur kynntar um nýtingu vindorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað? Átt þú nú vindinn og vilt að þeir sem hafa not af honum, hag eða gróða borgi þér? Eða á að friða vindinn svo það hagnist örugglega enginn? Hvers vegna fer það svona illilega í taugarnar á þér, lífeyrisgreifanum sem gerði sér í áratugi náttúru Íslands og þegna að féþúfu endurgjaldslaust, að einhverjir skuli geta grætt?

Vagn (IP-tala skráð) 21.4.2023 kl. 02:43

2 identicon

Nú reynir á að löggjafarvaldið standi sig og skapi eðlilegt umhverfi

fyrir þessa starfsemi. 

magnús marísson (IP-tala skráð) 21.4.2023 kl. 08:38

3 identicon

Sæll Ómar.

Hefur þetta nokkuð með vindmyllur að gera?

Er það ekki landið sjálft sem undir þetta fer sem verið

er að sækjast eftir?

Húsari. (IP-tala skráð) 21.4.2023 kl. 10:59

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Vagn hér á undan gerir sér ekki grein fyrir því eins og kom fram á Útvarpi Sögu í viðtali við Ingu Halldórsdóttur að oft eru það sömu glóbalistarnir sem fjárfesta í vindmyllum víða um lönd, kaupa upp og græða. 

Vindmyllur eru tröllauknar að stærð og erfitt að koma þeim fyrir, kostar margar ferðir stórra trukka og jarðrask. Spaðar og annað úr plasti sem gengur úr sér. 

Margir segja að þetta vindmylluæði sé enn ein tízkusveiflan. 

Hvaða endemis vitleysa er það að vatnsaflsvirkjanir séu ekki umhverfisvænar en vindmyllur séu það frekar?

Ísland framleiðir meira en nóg rafmagn fyrir innanlandsmarkað með þeim vatnsaflsvirkjunum sem eru komnar. 80% fer í álver og stóriðju fyrir erlendan markað, kom fram hjá sérfræðingi á RÚV.

Þetta er alveg með ólíkindum.

Ingólfur Sigurðsson, 21.4.2023 kl. 12:05

5 identicon

Ingólfur, einu vindmillurnar sem nefndar voru eiga að vera á hafi úti, ekkert jarðrask þar. Ísland framleiðir meira en nóg rafmagn fyrir innanlandsmarkað og veiðir meiri fisk en við getum borðað. Það verða því aldrei einhver rök gegn vindmillum. Og eins er strandveiðiflotinn einnig nær allur úr plasti, og enginn amast við því. Án skynsamlegra raka er ekki annað að sjá en að annarlegar hvatir séu ástæða þess að sumir eru á móti vindmillum.

Vagn (IP-tala skráð) 21.4.2023 kl. 12:38

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Engar annarlegar hvatir að vera á móti vindmyllum Vagn, ef þær eru ekki nauðsynlegar fyrir efnahag landsins. 

En það þarf engu að síður að gera úttekt á því þótt sé á hafi úti hvaða áhrif þetta hefur á hafið, hvaða mengandi tæki þjónusta vindmyllur og slíkt. Umræðan alveg nauðsynleg og sjálsögð.

Það er bara búið að sýna fram á sóun hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Á Ísland að verða flóttamannabækistöð og fjármagna það með vindmyllum?

Ingólfur Sigurðsson, 21.4.2023 kl. 12:51

7 identicon

Ingólfur, að sjálfsögðu á að skoða og meta áhrif og hættur. Það er enginn að fara fram á annað. 

Hvort fjármagna eigi flóttamannabækistöð eða lífeyri og heilbrigðisþjónustu hjá ört stækkandi þjóð og hópi aldraðra verður ekki ákveðið á þessu kjörtímabili.

Vagn (IP-tala skráð) 21.4.2023 kl. 14:14

8 identicon

Sæll Ómar.

Ljóst er að áhugi fyrir vindmyllum, vindbúum eða vindverum á landi er mikill.

Í því efni má nefna Þjórsárver en Landsvirkjun vill bæta við vindorkuveri með allt að 30 vindmyllum til viðbótar því sem fyrir er.

„Þetta er svakalega hentugur staður fyrir vindorkuver,“ segir framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun. Vindurinn blási sterkt og jafnt niður af hálendinu.

Þegar er rætt um vindmyllur, vindbú og vindver á norðanverðu landinu.

Byggingarstaður þykir hentugastur við vatnsorkuver og það fer svo sem ekkert á milli mála hvað hugurinn girnist hjá fjársterkum athafnamönnum í þessu efni.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.4.2023 kl. 17:47

9 identicon

Þegar vitringar tala þá kemur upp í hugan hver er mengunin sem fylgir vindmyllum fyrir utan sjón og hávaðamengun, ég held að rétt sé að hugað því.

Kv.

allidan (IP-tala skráð) 21.4.2023 kl. 18:00

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vagn sér ofsjónum yfir því að eignalaus lífeyrisþegi, sem býr í lítilli blokkaríbúð hafi gert sér náttúru landsins að "féþúfu."  Ansi er þetta nú langsótt og kemur auk þess málinu í þessum bloggpistli ekkert við. 

Ómar Ragnarsson, 21.4.2023 kl. 21:40

11 identicon

Ómar, ég er hjartanlega sammála þér í þessum góða pistil þínum um það hvernig græðgi mannanna eirir engu, hvorki náttúrunni, borgum eða bæjum.

Og þetta með vindinn, sem getur verið tákn um Heilagan anda Guðs. Hann lætur oft lítið fara fyrir sér, en kraftur hans getur flutt fjöll, og hann reisir okkur upp frá dauðum, sem á hann trúum.

Auk þess þótt mér gaman að sjá tilvitnun þína í Jóhannesarguðspjall 3. kafla þar sem Jesús talar:

7 Undrast eigi, að ég segi við þig:

Þér þurfið að fá getnað að nýju. 8 Vindurinn blæs þar sem hann vill, og þú heyrir þyt hans. Samt veistu ekki, hvaðan hann kemur né hvert hann fer.

Svo er um þann, sem af andanum er getinn.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2023 kl. 23:17

12 identicon

Sæll Ómar.

Það er sannarlega athyglisvert að nú hringja aðvörunarbjöllur hvarvetna
en hnípin þjóð í vanda virðist ekki eygja nokkra leið nema þá lausn
helsta að kosningar verði sem allra fyrst.Ekki verður staðan verri en nú svo
reikna má með að þau mál sem krefjast tafarlaust úrlausna fái framgang.

Er það virkilega sú sjón sem landsmenn sækjast eftir að líta:
vindmyllur einar og sér hvar sem auga lítur?

Hvernig getur nokkur maður séð fyrir sér Þjórsárver teppalögð vindmyllum?

Auðvitað sjá það allir að það er hálendið sem menn ásælast
og þar munu fjársterkir vindhanar hvaðanæva úr veröldinni kaupa upp þau svæði í leiðinni sem undir yfirskyni vindvera standa þeim til boða.

Engu er líkara en að hin árborna morgunstjarna hafi fundið sér skjól
eftir hrap sitt.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.4.2023 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband