24.4.2023 | 22:21
Neyðarlegt fyrir Svía. "Salmonellan sækir á..."
Svíar eiga að baki langan frægðarferill sem fjölmennasta Norðurlandaþjóðin sem hefur verið í forystu í mörgum tæknimálum, einkum hvað snertir öryggi.
Þeir voru frumherjar í gerð bílbelta, árekstravarna og læknisfræðilegrar gerðar þægilegra framsæta.
Sænsku bílaverksmiðjurnar Volvo og SAAB stóðu framarlega áratugum saman, og alveg fram á þennan daga hafa SAAB verksmiðjurnar framleitt orrustuþotur, sem eru í fremstu röð.
Sú nýjasta er SAAB Gripen.
Í heilbrigðs- og velferðarmálu áttu Svíar lengi góða daga og eru nýjar fréttir af eggjaskorti vegna stórfelldrar salmonellusýkingar því neyðarlegar.
Svipað gerðist reyndar hér á landi fyrir aldarfjórðungi þegar sýking kom upp stóru fuglabúi að Sveinbjarnargerði við Eyjafjðrð.
Í ofanálag féll stór aurskriða á bæinn, og um þetta tvennt orti Hákon Aðalsteinsson:
"Salmonellan sækir á;
sigrar brátt að fullu.
Norðan heiða fjöllin fá
feiknarlega drullu. "
Viðvarandi eggjaskortur í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.