Lofthernaður gegn landinu?

Fyrir rúmum 50 árum skrifaði Halldór Laxness tímamótagrein í Morgunblaðið undir heitinu "Hernaðurinn gegn landinu" og raifaði á magnaðan hátt þær tröllauknu hugmyndir, sem þá voru uppi um hernaðarkenndar fyrirætlanir til að ráðast með stórvirkjunum gegn mörgum af helstu náttúruperlum landsins. 

Í dag verður haldið Náttúruverndarþing í því sveitarfélagi, sem Þjórsárver eru í og búið var að setja á aftökulista komandi hernaðar gegn landinu. Á þinginu verður væntanlega aðallega fjallað um komandi virkjun Þjórsár, en í sveitarfélaginu er einnig að rísa fyrsta bitastæða vindorkuverið. 

1970 óraði skáldið ekki fyrir þeim tryllingslegu fyrirætlunum sem voru í fæðingu varðandi það að virkja allar helstu ár norðausturhálendisins og hervirkið Kárahnjúkavirkjun er nú hluti af. 

Því síður óraði hann fyrir því að sá landhernaður gæti síðar fengið liðsauka úr lofti með svo stórkarlalegum vindorkuverum í formi risa leifturstríðs að kalla mætti lofthernað gegn landinu. 

Svo mikill er æsingurinn varðandi þetta nýja stríð, að þegar liggja fyrir áform um 1000 vindmyllur í 40 vindorkuverum á landi, og þar að auki áform um allt að 15 þúsund megavatta vindorkuver á grunnmiðum undan suðausturströndinni.  Bara sú hugmynd ein snýst um orkumagn, sem er fimm sinnum meira en öll orkuframleiðsla landsins nú!  

Það er haft eftir Albert Einstein að ef ætlunin sé að fást við mistök, dugi ekki að nota til þess sömu hugsunina og olli þeim.  

Þetta skynjar ungt fólk nú þegar það bendir á þá lífseigu hugsun sem ráðið hefur ferðinni fram að þessu í neyslu og hagfræði jarðarbúa sem snýst um veldisvöxt hagvaxtar sem eins konar trúaratriði. 


mbl.is Ungt fólk harmar neysluvenjur landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það unga fólk sem er í kringum mig, bæði í vinnu og félagslega má þá aleilis fara að gyrða sig í brók. 

Þetta er allt gott og blessað, en meðan Indland, USA og Kína gera ekkert, þá skiptir þetta ofurlitlu máli nema fyrir sálina...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 29.4.2023 kl. 13:45

2 identicon

Er ungt fólk eitthvað sérlega umhverfisvænt?  Þú segir fréttir,hefur algjörlega farið framhjá mér.

Hitt er að hagvöxtur hefur síðustu áratugi, jafnvel aldir, verið knúin áfram af tækniframförum, ekki ofnýtingu hráefna.  Ertu á móti tækniframförum?

Bjarni (IP-tala skráð) 29.4.2023 kl. 16:50

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Bjarni, ungt fólk er allavega umhverfisvænna en þegar ég var í gagnfræðiskóla. Þá sýndi enginn þessu áhuga nema ég, ekki neinn, og fólk sagði"Lagar náttúran sig bara ekki sjálf?" Það var um 1980, og Árni Waag náttúrufræðikennari kenndi okkur ýmislegt, bæði hvað varðar skógareyðingu, mengun sjávar, plast og fjölmargt annað. Hann var mjög á undan sinni samtíð og yndislegur maður. Hann var hálfur Færeyingur og hálfur Íslendingur, held ég, kunni ótalmargt og gat lýst lífsháttum dýra og mörgu úr náttúrunnar ríki, gerði námið áhugavert.

Ingólfur Sigurðsson, 29.4.2023 kl. 19:53

4 identicon

1980, rætt um sæstreng til Skotlands.

Orkupakkar og þingmaður Samfylkingar Helgi Hjörvar veltir fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að einkavæða Landsvirkjun. ( kringum 2007? )

Rithöfundurinn Álfrún Gunnlaugsdóttir ræðir við RÙV um að þjóðfélags andinn sé farinn að líkjast Franco fasisma.

Auðvitað má ekki minnast samsæri, nema í ál umbúðum.

En hernaður skal það vera.

Ellegar Kannski (IP-tala skráð) 29.4.2023 kl. 23:39

5 identicon

Þetta unga fólk vill græna byltingu án þess að gera neitt sjálf, þau vita ekkert um vindorkuver (né aðra hluti) og yrðu örugglega síðust til þess að mótmæla þeim. Þau láta bara mata sig á slagorðum og áróðri, og fá svo hrós fyrir gagnrýna hugsun. Þau eru því miður ekki stríðsmennirnir sem við þurfum eða óskum eftir ef það á að takast að stöðva öll þessi hroðalegu heimsmarkmiða áform. 

Leitt að segja (IP-tala skráð) 3.5.2023 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband