Minnir um margt á Citroen DS hér um árið. Er hámark fegurðar í skiptilykli?

Þegar Citroen DS var frumsýndur 1955 þóttu það tímamót í hönnun bíla. Bíllinn var með loftmótstöðustuðul upp á ca. 0,30 cx þegar aðrir bílar voru með 0.50 cx og qþaðan af meira.DSC00536 

Hann var allt öðruvísi útlits en aðrir bílar til þess að ná þessum árangri. 

Á þessum árum neyddust verksmiðjurnar til að nota vél, sem skorti afl og var hönnuð 20 árum fyrr. En samt náði DS meiri hámarkshraða en mun aflmeiri bílar. 

Afturendinn á Ioniq minnir svolítið á afturendann á Citroen DS, en hönnuðirnir bæði lengdu bílinn og lækkuðu hann til þess að koma loftmótstöðunni niður í 0,21 cx, sem er í raun fáránlega lág tala. 

Þetta skilar sér í hinni gríðarlegu drægni. 

NSU Ro 80 var valinn bíll ársins í Evrópu og var með metlága loftmótstöðu; minnti að því leyti á Citroen DS og Hyundai IONIC 6. 

Allir þessir bílar eru auðþekkjanlegir á laginu að aftan. Hönnuður hjá Citroen sagði, að sér fyndist fegurð nytjahluta fara eftir því hve mikið lagið og línurnar í þeim þjónuðu nytjahlutverki. þetta var sagt á þeim árum sem Citroen Bragginn og Citroen DS komu fram á sjónarsviðið. 

Hann sagði að fegursti hlutur sem hann þekkti væri venjulegur skiptilykill. Hver einasta lína í slíku verkfæri þjónaði notagildinu. Meginásar skiptilykis eru annars vegar skaftið og hins vegar hausinn. Þessir tveir ásar mynda samt ekki rétt horn, heldur murar þar ca 10 gráðum. Í lyklinum eru bogadregnar línur, sem verða að vera til þess að virkni lykilsins sé hámmörkuð.  Tilhneiging til straumlínulags hófst í kringum 1933 með því að byrja að halla framrúðum bílanna um 10 gráður frá lóðréttu plani, því að lóðréttar framrúður ollu hámarks loftviðnámi þess hluta bílsins.

Síðan þá hafa bílar smám saman orðið með minna loftviðnám, Volkswagen Bjallan var meo CX 0,48 og Golf með 0,42. 

Sú tala er tvöfalt hærri en á Ionic 6, og á tímum eftirsóknar eftir orkunýtni er upplífgandiað sjá svona bíla koma fram á sjónarsviðið.


mbl.is Hyundai IONIQ 6 þrefaldur sigurvegari í World Car Awards 2023
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband