Taka Hellu á þetta!

Skammt er síðan fjallað var um það fyrirbæri hér á síðunni, sem löngum hefur loðað við, að hringvegurinn og aðrar sambærilegar þjóðleiðir liggi í gegnum það þéttbýli, sem á leiðinni. 

Rökin voru þau að lífsnauðsynlegt væri fyrir þessi þéttbýli að sem mest af umferðinni færi um miðbæjarkjarna þeirra. 

Sett var spurningamerki við það hvort nú hillti undir nýja sýn í þessu efni og að nentugra væri að "taka Hellu á þetta" ef so mætti að orði komast, líkt og gert var þegar hringvegurinn var á sínum tíma færður út úr miðju þorpsin á Hellu á Rangárvöllum. 

En nú er ljóst að bæði við Selfoss og Borgarnes verði hringvegurinn leiddur framhjá miðbæjarkjörnum þessara staða, bæði til hagræðis fyrir þá sem ekki eiga erindi inn í miðbæjarkjarna þeirra og líka til að létta almennt á umferðinni. 

Oft hefur í gegnum tíðina um margra áratuga skeið verið bent á styttingarmöguleika á hringveginum við Blönduós og Varmahlíð upp á allt að 20 kílómetrum samtals.  

Þetta eru hagkvæmæustu vegalagningarkostir landsins og vonandi styttist í að taka Hellu á þetta.  


mbl.is Hringvegurinn færist úr bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband