Kínverjarnir koma sterkir inn.

Hefði einhver spáð fyrir um það fyrir um þrjátíu árum hver staða Kínverja yrði meðal iðnríkja heims árið 2023, hefði sá hinn sami verið talinn haldinn hugaróruum. 

Kínverjar hafa einfaldlega tyllt sér á toppinn á því sviði, sem áður tilheyrði Bandaríkjunum, ekki síst í bílaframleiðslu. DSC00542

Nú birtast Kínverjar fyrir alvöru hér á landi og gera það svo eftir er tekið. 

Stærsti bílaframleiðandi heims ruddi sér fyrst til rúms á sviði rafhlaðna og koma nú sterkir inn á markaðinn. 

Þeir gera það með þremur ólíkum rafbílum, og í Noregi sló sá stærsti, BYD Tang, rækilega í gegn fyrir tveimur árum. Þetta er voldugur sjö manna bíll með drifi á öllum hjólum, sem kostar um tíu milljónir íslenskra króna. 

Ódýrasti BYD bíllinn, Atto 3, sem myndin er af, virðist líklegri til stórræða hér á landi, kostar aðeins um sex milljónir, og virðist mjög samkeppnishæfur.  

Þriðji bíllinn, BYD Han, er afar sportlegur og minnir í því efni á Polestar.

Mörg kínversk stórfyrirtæki gætu bæst í hópinn líkt og gerðist hjá Japönum fyrir rúmri hálfri öld. Má nefna Nio sem dæmi, en það fyrirtæki hefur afar sterka stöðu á vélhjólamarkaðnum. 

Tævanir standa afar framarlega í hátækni á borð við örflögur og vélhjólum í hæsta gæðaflokki. 


mbl.is Margir sýndu kínverska risanum áhuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband