19.5.2023 | 00:08
Betra gat það varla verið!
Það ræður miklu um korfubolta, að reglurnar tryggja að jafntefli eru ekki með í myndinni, hvorki í einstðkum leikjum né útsláttarkeppni í lok móta.
Ýmis atriði eru oft nefnd þegar leikir eru greindir eftir á, til dæmis það, að þegar um áberandi bestu lið deildarinnar er að ræða, geti það riðið baggamuninn, hvort liðið þrái innilegar að vinna.
Ekkert skal fullyrt um það eftir hinn stórkostlega úrslitaleik Vals og Tindastóls, hvort einmitt þetta atriði hafi sett punktinn yfir i-ið í lokin, í leik sem var að mðrgu leyti tímamótaleikur þegar meistaratitillinn fer á eftirminnilegan hátt út á land langt út fyrir hið stóra þéttbýli á suðvesturlandi.
Leikurinn hefði átt skilið að vera í beinni útsendingu ekki síður en margt annað.
Til hamingju, Skagfirðingar!
Tindastóll Íslandsmeistari í fyrsta skipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.