Skógræktarstjóri: Einn kostur skógræktar er, að hægt er að fella tré.

Í umræðunum og deilunum um íslenska skógrækt hér á þessari bloggsíðu hefur það verið nefnt, að ein af kröfunum þremur um umhverfisvernd, vistkerfi-landslagsheildir-afturkræfni, eigi síðasta atriðið oftast við skógrækt. 

Ef mistök verða í framkvæmd skógræktar er oftast sú úrlausn í boði að fella tré, og er meira að segja stór hluti skógræktar fólginn bæði í grisjun skógar og skógarhöggi. 

Sem dæmi má nefna, að nú eru fallegir klettaröðlar og klettabelti í Stafholtstungum að hverfa í nýlega gróðursettan skóg og vegfarendur á þjóðvegi eitt hafa með því verið sviptir afar fögrum og sérkennilegum náttúruverðmætum.  

Af nógu er að taka hvað snertir verkefni í skógrækt á Íslandi og því gæti lausn deilumála um skógrækt víða falist í því að hagræða skógræktinni á ýmsan máta. 

Hluti af skógrækt er jú, að fella tré í svonefndum nytjaskógum.  


mbl.is Skógrækt dragi ekki úr komu ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband