24.5.2023 | 13:36
Skipting kökunnar og stærð hennar.
Skipta má efnahagssviðinu, sem snýst um hagvöxt eða minnkun í tvennt: Annars vegar stærð kökunnar, sem til skipta er, og hins vegar skipting hennar.
Um þessar mundir ríkir sá fasi þar sem togast er á um skiptingu kökunnar.
Þar stingur í augun munurinn á kjörum og aðstöðu þeirra, sem minnst hafa á milli handanna, og þar á meðal er ungt fólk og tekjulágt fólk, sem verðbólgan bitnar verst á og verður alltaf fyrst fyrir barðinu á vaxtahækkunum af lánum.
Það er því of mikil einföldun að kenna neyslu og eyðslu eingöngu um vandamálið.
Gjörólík staða miðað við önnur lönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Klúður stjórnvalda og Seðlabanka í húsnæðismálum þ.e. lækkun vaxta á sínum tíma,án hliðarráðstafanna sem og of mikill innflutningur á fólki valda því að ekki er hægt að lifa af lægstu launum, húnsnæðið er svo dýrt. Þetta pínir lágtekjuhópana til aðgerða sem svo stuða upp allan launastigan.
Þarna liggur grunnvandinn, vaxtahækkanirnar nú gera svo illt verra með því að stöðva það sem liggur mest á en það er að byggja hús.
Önnur verk verða að bíða á meðan, hvort sem er í opinbera eða einkageiranum.
Stjórnvöld verða að stýra, til þess eru þau. Hemja innflutning á fólki og hemja framkvæmdir.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 24.5.2023 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.