"í húsi óminnishegrans."

Alzheimerssjúkdómurinn er illvígur svo illvígur, að ef gert er ljóð og lag um hann verður upphafið ekki fallegt, en á móti kemur það göfuga og fallega starf, sem unnið er af þeim, sem tekið hafa sér að annast það fólk, sem þessi sjúkdómur hrjáir. 

Í HUSI ÓMINNISHEGRANS. 

 

Í þessu húsi eru ævir á förum

með algleymdum orðum,

sem enn brenna á vörum

og lifna´ekki, deyja

á láréttum börum, 

hvar lokastríð háð er 

við lífshurð á hjörum. 

 

 

Við erum í húsi 

Alzheimergoðans

og ornum hér okkur 

við ógn heiladoðans

njótandi undurs 

um hyggju´og blíðu 

og sagnasjóðs lífshlaupa´

í blíðu og stríðu. 

 

Við erum í húsi 

óminnishegra, 

sem eirir hér engu;

en er nokkuð fegra 

en spjall, orðuð spurn 

allt til spakmæla snjallra, 

sem lifnuðu´og dóu;

þetta´er leið okkar allra. 

 

Við erum í húsi

elliglapa

en ætlum að þrauka 

og tilveru siapa, 

njótandi undurs 

umhyggju´og blíðu

og sagnasjóðs lífshlaupa´

í blíðu og stríðu.  

 

 


mbl.is Áhrifarík meðferð við alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband