Ýmis konar misskilningur þrífst í flugvallarmálinu.

Í umræðum um Reykjavíkurflugvöll má sjá og heyra ýmis konar misskilning, sem ekki er boðlegt að bera á borð. Flugvöllurinn er samgöngumannvirki, þar sem þekking á mikilvægum þáttum er nauðsynlegur, en sú þekking liggur fyrst og fremst hjá flugmönnum, sem þekkja aðstæður. 

Eitt atriðið er fólgið í áhrifum vinds á notagildi og öryggi vallarins. Þegar sótt er að vellinum með byggingum eins og gert hefur verið á Valsreitnum og nú á nýju byggingasvæði við Skerjafjörð hefur verið of lítið hugsað um það að hafa byggingarnar ekki of háar og stórar, því að það truflar flæði vinds og skapar varasamt misvindi. 

Er furðulegt að sjá hvernig hæstu byggingunm á Valsreitnum var hrúgað upp sem næst velllinum, og á sama hátt er fyrirhuguð hæð og umfang bygginga á Skerjafjarðarreitnum augljós ógn við flugöryggi.  

Ísland er vindasamt land eins og reynslan hefur verið undanfarnar vikur og nú þegar hefur nýja byggðin á Valsreitnum skapað nýja vindhverfla, sem berast inn á brautina. 

Athyglisvert hefur verið að í skipan nefnda á borð við Rögnunefndina hefur ekki verið leitað til þeirra sem mesta þekkingu hafa haft á fluginu, svo sem til Leifs Magnússonar, sem áratugum saman var aðstoðarflugmálastjóri og er hafsjór af reynslu. 

Hann skaut með einni blaðagrein í kaf bullið með það hve gott flugvallarstæðið væri á Hólmsheiði væri.  

Meðal þess, sem nefnt var um þann stað, var að aðflug og fráflug yrði svo gott þar. 

Leitur benti á þá staðreynd, að í algengustu hvassviðrirátt í Reykjavík, sem er austan- og suðaustanstæði yrði aðflugið að Hólmsheiði yfir Vogahverfið, og byggðina í Grafarvogi, Ártúnshöfða og Grafarholti. 

Bjöguð umræða um Hólmsheiði er síðan að mörgu leyti endurtekin um áhrif aðsúgs bygginga að flugvellinum. 


mbl.is Hitafundur í Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband