28.5.2023 | 22:47
Hefði þetta verið hægt í 40 þúsund feta hæð?
Fréttin af manninum, sem opnaði neyðarútgang á farþegaþotu í 200 metra hæð, vekur fleiri spurningar fyrir leikmenn en hún svarar.
Getur virkilega hver, sem er um borð, opnað svona dyr í hvaða flughæð, sem er?
Það hefur komið einstaka sinum fyrir að síðuhafi hefur verið beðið að sitja við útgang, af því að hann hefur atvinnuflugmannspróf og því kannski nærtækari kostur en hjá algerum leikmanni að opna dyrnar ef þörf krefur í neyð.
Hins vegar hljóðar ákveðið líkindalögmál, Murphys lögmálið, þannig að ef eitthvað tiltekið atriði geti farið úrskeiðis eða mistekist muni það gerast fyrr eða síðar.
Þess vegna væri fróðlegt og ef til vill gagnlegt ef nánar væri kannað hvaða möguleikar eru á því að opna dyr á farþegaþotum á flugi.
Hætta sölu á sætum við neyðarútgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.