Allar ár kolmórauðar. Raddir vorsins í Grundarkirkju og við Sauðárflugvöll.

Hlýir og öflugir vorvindar einkenndu ferðalag frá Reykjavík til Eyjafjarðar í gær.

Strax og komið var norður af vöktu mórauðar ár athyglina. Ástæðan var augljós; það hafa blásið hlýir vindar og hnjúkaþeyr vikum saman á norðan- og austanverðu landinu, og í gær var kominn tíu stiga hiti á Öxnadalsheiði um miðjan dag og hinar ótalmörgu fannir og smájöklar Trðllaskagans galopin uppspretta mikilla vorleysinga.  

Erindin í þessari vorferð voru einkum tvö. Annars vegar að vera viðstaddur upptöku á söng og hljóðfæraleik Kirkjukórs Grundarsóknar og strengjakvartetts á nýjum sálmi, "Sorg og líkn", og fara síðan í dag fljúgandi frá Akureyri til Sauðárflugvallar á Brúaröræfum sem umsjónar- og ábyrgðarmaður þess flugvallar til að gefa skýrslu um ástand vallarins að afloknum vetri. 

Við Staðarskála kom babb í bátinn og virtist við fyrstu sýn afturdrifið á Vitara jöklajeppanum hafa bilað svo að skilja varð hann eftir og húkka sér far áfram hjá með öðrum bíl, sem var á sömu leið. 

Þar með var ljóst að Sauðárflugvallarerindið yrði að bíða, en sá flugvöllur er þeirrar ótrúlegu náttúru gæddur að verða nothæfur allt að mánuði fyrr en vegarslóðarnir á hálendinu í kring.

Enn ríkir ákveðið gult viðbúnaðarstig vegna óróa undir Öskju, en aðeins um tíu mínútna skreppur er á flugvél frá Sauðárflugvelli til Öskju.  Fimm brautir eru á vellinum og þótt hann sé náttúrugerður malarflugvöllur, geta allar flugvélar, sem flgið er innanlands nýtt sér hann.  

Útlitið um ástand vallarins er mjðg gott, því að það hafa verið hlýir vordagar á vellinum í margar vikur. 

Grundarkirkja er falleg sveitakirkja og fögur umgjörð um hvers kyns tónlistaflutning eins og þann, sem þar var í hávegum í gær, svo að myndupptakan verður vafalaust góð. 

Þessi 25 til 30 manna blandaði kór gaf út hljómdisk fyrir nokkrum árum og í gær voru bæði upptökur á hljóð og mynd. 

Lagið hljómar vel í útsetningu og stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar, og kom útsetningin með strengjakvartettinum afar vel út. 

Utan dyra hljóma raddir vorfugla í hnjúkaþey upp undir 25 stig, svo að segja má að á degi eins og í gær hafi raddir vorsins ríkt bæði utan og innan dyra. 

 


mbl.is Hvassir vindstrengir fram eftir morgni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband