Plastmengunin virðist vera langmesta ógnin.

Afar fróðlegur þáttur um skaðleg áhrif plastefna á heilsu fólks var í sjónvarpi í gærkvöldi. 

Hefði mátt vera fyrr á dagskrá, því að efni hans á svo sannarlega erindi til allra og snertir hverja einustu manneskju, jafnt fædda sem ófædda. 

Magnið af óhollum og heilsuspillandi efnum í plasti er yfirgengilega mikið og tegundir efnanna skipta þúsundum. 

Þátturinn fjallaði um læknisfræðiegar rannsóknir á þessu gríðarlega mikilvæga máli, sem hefur áhrif strax á meðgöngutíma og veldur aukinni tíðni krabbameins og fleiri sjúkdóma, og skaðlegum hormónabreytingum. 

Umgjörð málsins minnir um margt á rannsóknir á skaðsemi reykinga, sem tóbaksframleiðendur afneituðu staðfastlega áratugum saman líkt og framleiðendur plastefna gera núna. 

Hið danska vísindafólk, sem fram kom í þættinum, sýnir aðdáunarverða hugsjónabaráttu líkt og rannakendur sjúkdóma af völdum tóbaks gerðu á sínum tíma. 


mbl.is Læknar vara við notkun á „náttúrulegu Ozempic“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Eins og með reykingar og tóbak fyrir 80 árum er þetta nú með plastið, að efasemdafólkið gerir grín að þessu og þumbast við sönnunum. Auðveldara var að sanna skaðsemi reykinga með samanburði og rannsóknum á þeim sem reyktu og gerðu það ekki.

Ekki skal það undra að efni sem þótti undraefni fyrir 60 árum er nú orðið rannsakað og talið stórskaðlegt umhverfi og fólki. 

Þrátt fyrir að kjarnorka sé nú að komast í tízku finnst mér að einnig þurfi að berjast gegn henni, því það sem getur farið úrskeiðis mun fara að lokum úrskeiðis, eins og lögmál Murphys segir til um.

Það gleður mig samt að baráttan gegn plastinu kann að verða næsta baráttumál fólks útum allan heim, á eftir baráttunni gegn kolsýringsmenguninni óhóflegu.

Það er merkilegt hvernig það hefur sannað sig að skyndilausnir og ofurefni, þetta hefur einatt verið frat byggt á auglýsingamennsku.

En fólkið sem tekur ábyrgð, það hlýtur að vera skaparanum þóknanlegt.

Ingólfur Sigurðsson, 1.6.2023 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband