Orðið "elds"neytisleiðsla segir ákveðna sögu.

Eftir að rafknúnir bílar urðu algengari fóru á flot miklar tröllasögur um það hve mikil brunavá fylgdi þeim. 

Tínt var til að slökkvilið þyrftu að fara í gegnum sérstaka neyðarþjálfun og að það sýndi hve miklir skaðræðisgripir væru á ferð. 

Sömuleiðis væri brunatíðnin miklu meiri en á bílum án rafhlaðna og rafhreyfla. 

Fljótlega leidddu þó tölur í ljós að þessar eldsvoðatölur voru öfugar. 

"Neyðar"æfingar slokkviliða áttu sömuleiðis sér þær eðlilegu skýringar, að um sumt þyrfti að beita öðruvísi aðferðum við að slökkva í rafbílum en þeim bílum sem ekki voru knúnir raforku.  

Einnig lægi í hlutarins eðli og orðanotkun, að eldihætta hlyti að fylgja bílum, þar sem hlutar orkukerfisins voru með heiti eins og brunahólf, sprengihólf, eldsneytisgjöf, eldsneytisleiðslur, eldsneytisgeyma o. s. frv. 

Trðllasaga um að rafbíll hefði verið valdur að stærsta bílahúsbruna á Norðurlöndum í Stavanger fór mikinn þangað til í ljós kom að brunavaldurinn var gamall dísilbíll af gerðinni Opel Zaphyra. 

Og að í ofanálag sé þýska orðið "selbstunder" notað um dísilbíla, en bein íslensku þýðing á þessu orði er "sjálfsíkveikjubíll!" 


mbl.is Land Rover innkallaði 111.746 bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband