4.6.2023 | 15:11
Indverska lestakerfið hefur lengi verið frumstætt úr hófi.
Ágætt ráð til að glöggva sig á hinu hræðilega lestarslysi á Indlandi er að rifja upp rúmlega 30 ára gamla ferðasögu Íslendinga sem ákváðu að ferðast á reiðhjólum til Tíbet og framkvæmdu það.
Samskipti þeirra við indverska lestakerfið var athyglisverð í meira lagi.
Þeir hófu ferðina á lestarstöð þar sem var múgur og margmenni með farseðla í höndunum, en komust fljótt að því að ekkert var að marka þann brottferðatíma, sem þar var gefinn upp.
Hófst nú löng bið þar til lestin birtist en þá tók ekki betra við. Hún var troðfull af fólki, sem tróðst inn í lestina í kös.
Nú sást að eina leiðin til að komast með reiðhjólin var að komast upp á þak lestarinnar og þar var hvert rými skipað.
Á þennan hátt komust þeir þó ekki alla leið, því að á einni lestarstöðinni var öllum skipað að fara ofan af þakinu, því að á næsta áfanga færi lestin undir brú, sem myndi sópa öllum ofan af þakinu nema þeir flýttu sér strax niður af því!
Í einni fréttinni af slysinu í gær var sagt frá því að meðal þeirra slösuðu og látnu væri fólk, sem hefði verið uppi á þaki og bendir það til þess að enn í dag sé ekki hægt að leysa úr ferðavanda allra nema að nota þakið til þess.
Vita hvað olli lestarslysinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.