Óheppileg þýðing úr erlendu yfir í íslenskt mál, minister = ráðherra?

Alls staðar í löndunum í kringum okkur og víðast um jörðina eru embættiheiti þeirra sem sitja í ríkisstjórnum "minister."  

Hér á landi var þetta alþjóðlega orð þýtt með heitinu "ráðherra." 

Þetta var að mörgu leyti óheppilegt uppátæki, því að erlenda heitið "ninister" táknar þann sem gegnir þjónustu. 

Hjá fyrirtækjum er oft talað um "þjónustufulltrúa" sem væri heppilegri þýðing, en kannski full langt orð. 

Orðið ráðherra vísar til þess að viðkomandi sé valdamikill og hefur leiðinda tengsl við orð eins og "ráðslag".  

Svona heiti hefur á sér allt of mikinn blæ yfirlætis og eftirsóknar eftir völdum þegar það er borið saman við heitið "þjónn."  

Fulltrúalýðræðið byggist á því að kjósendur velji sér fólk til að framkvæma lýðræðið og sinna þprfum lýðsins á sem bestan og farsælasta hátt en ekki til þess að sækjast eftir að beita valdi sínu sem mest. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Í skandinavískum málum er reyndar til orðið statsråd, þ.e. ríkisráð. Þá er átt við persónuna en ekki stofnun. Kosturinn er að orðið er í hvorugkyni. Það er síðan spurning hvernig það myndi venjast að heyra t.d. fréttir af því að ríkisráð fjármála væri ánægt með efnahagshorfur.

Sæmundur G. Halldórsson , 9.6.2023 kl. 10:47

2 identicon

Sæll Ómar.

Ef til vill er þetta smekksatriði fremur en annað
en hraksmánarlegast ef því valdi er beitt gegn
þjóðarhagsmunum og í andstöðu við meginþorra þjóðarinnar
að ég ekki segi með svo heimskulegum hætti að tæpast
geti það verið einleikið þegar í hlut á fullvalda
og sjálfstæð þjóð.

Húsari. (IP-tala skráð) 9.6.2023 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband