Stefna jarðgöngurnar í ógöngur? Vandi með kýrina og Breiðadalslegg.

Orðið jarðgöng var oft notað í fréttaflutningi dagsins og því miður kom í ljós, að fjölmiðlafólk og fleiri eiga í fádæma basli með að nota þetta orð rétt.  

Í langri frétt nú í kvöld var í síbylju talað um jarðgangnagerð og fjárveitingar til jarðgangna og jarðgöngum þannig ruglað saman við orðið göngur, sem notað er um göngur og réttir á haustin. 

Með því að tala um jarðgangnagerð er samkvæmt orðanna hljóðan verið að tala um það ómögulega fyrirbæri að smala fé neðanjarðar. 

Um daginn kom í ljós í fréttaflutningi um kýr, að hvorki fréttamaðurinn né fréttastjórinn, sem var aðallesari kunnu beygingu á tegunarheiti þessara dýra. 

Og í frétt dagsins af jarðgöngum sást heitið "Breiðadalsleggur" um endurbættan áfanga í Vestfjarðagöngum. 

Kannski styttist í að sungið verði í laginu "Á Sprengisandi": "..drjúgur verðir síðasti leggurinn..." 

Og hið þekkta ljóð Jóns Helgasonar?  "Áfangar"?  Nei. "Leggir". 


mbl.is 900 milljarðar og ný Hvalfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband