"Aukning í konum". Aukning í notkun orðsins aukning.

Fyrirsögn viðtengdrar fréttar er dæmi um þá nafnorðasýki sem þjakar íslenskt fjðlmiðlafólk. 

Í fyrirsögninni er talað um að það sé "vöxtur í fjðlda" flóttafólks í stað þess að segja einaldlega að flóttafólki fjðlgi og nota með því tvö orð í stað fjögurra. 

Svo langt getur þetta gengið að talað hefur verið "neikvæða aukningu". 

Hér á dögunum var rætt í frétt einni um aðsókn að skólum og var þar sagt að það hefði orðið "aukning í konum" í stað þess að segja að konum fjölgaði. 

Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvers konar aukning geti orðið í konum nema að þær séu að þyngjast og verði þá væntanlega léttari í framhaldinu líkt María forðum. 


mbl.is Sögulegur vöxtur í fjölda flóttafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband