Virkasta eldstöð Íslands og afar skemmtileg árleg vorferð.

Grímsvötn eru virkasta eldstöð Íslands og dró að sér athygli helstu jarðvísindamanna erlendra og innlendra, sem hér störfuðu, þegar á fjórða áratugnum. 

Þar urðu umbrot 1934 og 1937 ef rétt er munað, en það var ekki fyrr en árið 1938, sem fyrir hendi var flugvél til að skoða þau, tveggja manna opin eins hreyfils Junkers vél, sem Agnar Koefoed-Hansen notaði til að fljúga með vísindamenn.  

Á hverju vori er farin árleg vísindaferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á jökulinn og gist í skála á Grímsfjalli.  

Þaðan hafa verið farnar dagsferðir allt norður á Bárðarbungu og í Kverkjöll, en einnig suður á Þórðarhyrnu. 

Síðuhafi hefur farið á eigin bíl til kvikmyndagerðar í nokkur skipti og hafa verkefnin verið mjög fjölbreytt, enda gosið 1998, 2004 og 2011 í Grímsvötnum, en þar að auki 1996 í Gjálp, sem liggur á milli Grímsvatna og Bárðarbungu. 

Nú er "meðganga" Grímsvatna orðin átta ár frá síðasta gosi, spennan vex, og má búast við hverju, sem er þótt engar sýnilegar breytingar sé að sjá.. 


mbl.is Engar sýnilegar breytingar á virkni í Grímsvötnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband