Álíka mikil breyting og var í "Leifturstríðinu" í Seinni heimsstyrjöldinni.

Í Seinni heimsstyrjöldinni innleiddu Þjóðverjar nýja tækni við samstarf í notkun hraðskreiðra og lipurra orrustu- og steypiflugvéla þar sem geta vélanna og yfirburðaþróun í samhæfingu fótgönguleiðs og skriðdrekasveita við notkun lofthersins tryggði sigur landhersins með ómetanlegri aðstoð lofthersins. 

Japanir unnu sigra sína í upphafi þeirra stríðs með orrustuvélinni Mitsubishi Zero-Sen em var miklu hraðskreiðari og liprari en úreltar vélar Bandaríkjamanna og gátu líka virkað sem sprengjuflugvélar, svo sem í árinni á Pearl Harbour. 

Þegar Bandaríkjamennn komust að því að Zero vélin byggði getu sína á því að spara brynvörn, snerist dæmið við við tilkomu véla eins og Grumman Hellcat. 

Hámarkshraði og klifurgeta urðu að keppikefli, en í drónahernaði nútímans fljúga drónarnir í raun lafhægt í samanburðinum, svona álíka og var í upphafi lofthernaðar í Fyrri heimsstyrjöldinni.  

Eitt af íslensku nýyrðunum yfir "drone" sem velt var vöngum yfir í upphafi drónastríðs var orðið "mannleysa", sem varpar ljósi á aðalkost þessara nýju loftvopna og eðli drónastríðs. 


mbl.is Dauði að ofan – drónastríðið í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband