23.6.2023 | 09:17
Skjóta fyrst og spyrja svo?
Tvö gagnverkandi atriði stönguðust á á funndi Flugmálafélagsins í gær. Annars vegar margítrekuð yfirlýsing flugmálaráðherra um að Reykjavíkuruflugvöllur verði áfram á sama stað í að minnsta kosti 20-25 ár, og hins vegar ýmis framkvæmdaratriði, sem vinna öll gegn því að halda honum nothæfum.
Gott dæmi eru há tré í aðflugslínu austur-vesturbrautarinnar, sem jafnframt er flugtalína í austurátt, sem til stóð fyrir nokkrum árum að fella, af því að þau vaxa upp í aðflugið og flugtakslínuna og eru á leið með að skerða flugöryggi.
Nú eru trén komin að hættumörkum, en ekkert bólar á því að framkvæma lækkun þessarar hindrunar.
Ráðherra sagði um íbúahverfið nýja í Skerjafirði, að framkvæmdir við það "hæfust ekki strax", en í þeim orðum felst loðið orðalag, sem gæti lent málinu þannig, að framkvæmdir hæfust samt áður en fullrannsökuð athugun á áhrifum fimm hæða hárrar byggðarinnar lægi fyrir.
Í Fluggörðum er grasrót flugsins og íslenskrar flugtækni og niðurrif þeirra vinnur sterkt gegn því að viðhalda nauðsynlegri starfsemi á vellinum.
Gengið á ráðherra um fyrirhugaða íbúðabyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir með Ómari.
Gunnlaugur Baldvin Ólafsson, 23.6.2023 kl. 10:45
Opið í báða enda..
GB (IP-tala skráð) 23.6.2023 kl. 12:53
Spái hér að BIRK eigi ekki eftir nema u.þ.b. 6 ár ólifuð, því miður.
Allavega í þeirri mynd sem hann er núna. Ástæða svartsýninnar er nýting og þá er ég að tala um nýtingu vegna atvinnuflugs, ekki kennslu/ferju og einka flugs.
Hér er ICE að skjóta sig svolítið í löppina með því að færa allt utanlandsflug á spaðavélunum til KEF, sem er væntanlega fínt fyrir reksturinn en vont fyrir BIRK þar sem það minkar nýtinguna sem því nemur. Eftir stendur þá þetta innanlands kropp, sjúkraflugin og einstaka leiguflug. Það er örugglega stutt í að sest verði niður og vegið og metið hvort borgi sig að halda úti svona stórum velli fyrir littla nýtingu. Óttast niðurstöðuna !
Hvað varðar vægi BIRK sem varaflugvallar fyrir utanlandsflugið þá hefur það minnkað með nýjum flugvélum (vilja fáir tala um það). Brautirnar eru einfaldlega of stuttar sem gerir málið erfiðara, sérstaklega á veturna þegar brautarskilyrðin eru verri þá er BIRK einfaldlega ekki notaður sem varavöllur fyrir þoturnar.
ÓLÓ (IP-tala skráð) 23.6.2023 kl. 13:47
Samanlögð ferðaleið fram og til baka milli Reykjavíkur og Akereyrar lengist um 170 km ef Keflavíkurflugvðllur er notaður í stað Reykjavíkurflugvallar.
Tugir millilandavéla bóka Reykjavíkurflugvðll sem varaflugvöll á hverjum degi samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fákk á fundi Flugmálafélagsins í gær.
Ómar Ragnarsson, 23.6.2023 kl. 22:52
Sælir.
Völlurinn er að sjálfsögðu notaður sem varaflugvöllur alla þá daga sem hægt er en það sem ég á við með "minna vægi" er þegar völlurinn verður "contaminated" (snjór eða blaut braut og/eða hálka) þá flækist málið all verulega því þá þarf að fara að reikna með lengri flugbrautarlengd fyrir lendingu og ef áætlaður lendingar þungi vélarinnar er það mikill, þá duga ekki 1790 metrarnir á braut 01/19 og má því ekki nota völlinn sem varavöll samkvæmt reglum.
Spurningin sem á að spurja er hve margar flugferðir (í atvinnuflugi) planaðar til BIKF notuðu BIRK sem varaflugvöll, á ÁRs grundvelli.? Og best væri ef svarinu yrði skipt upp í 2 tímabil, t.d. frá 01.apríl út september (sumar) og frá 01.október út mars (vetur). Það yrði forvitnilegt að sjá það !
ÓLÓ (IP-tala skráð) 24.6.2023 kl. 14:32
Enn og aftur er Ómar að ganga út frá því að landsbyggðafólk sem flýgur til Reykjavíkur sé í raun á leið til Reykjavíkur þegar staðreyndin er sú að stærsti hluti þessa fólks er á leiðinni til útlanda í gegnum keflavíkurflugvöll.
Ómar þarf að átta sig á því að Reykjavík hefur ekkert aðdráttarafl fyrir íslendinga. Ljót og leiðineg enágætt fyrir einnar nætur fillerí.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2023 kl. 17:45
Þegar borgaryfirvöld kynntu þessar byggingaáætlanir var strax ljóst að ekki var reiknað með flugvelli í Vatnsmýri. Það kom skýrt í ljós þegar sagt var í kynningunni að "það yrði slegist um þessar íbúðir".
Er virkilega einhver sem vill búa við hliðina á flugbraut?
Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 24.6.2023 kl. 17:58
Ekki veit ég hvað pistahöfundur fær þeaas 170 kílómetra til og frá reykjavík til keflavíkur. 90 kílómetrar er nærri lagi nema farin sé suðurstranavegur. Virðist sem málflutningur pistlahöfundar sé byggður á lygum og litlu öðru.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2023 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.