Reynslan úr sögunni: Allt getur gerst.

Sagan geymir dæmi um uppreisnir í Rússlandi sem hafa ýmist tekist eða mistekist. Rússneska byltingin byrjaði á því að keisaranum var steypt 1917, en valdhöfunum var síðan steypt af kommmúnistum, sem héldu völdunum allt til ársins 1991 þegar Sovétríkin hrundu. 

Valdaránstilraun mistókst þegar Gorbatsjof var "rænt", en Boris Jeltsín las stöðuna rétt, lét frelsa Gorbatsjof, en steig inn í valdatómið sem myndast hafði við hrun Sovétríkjanna, og tók völdin í Rússlandi. 

Pútin varð arftaki Jeltsíns og hefur verið traustur í sessi fram að þessu, en uppreisn Wagnerliða gegn honum kemur nú eftir 32 ára hlé viðburða af slíku tagi. 

Þeim, sem muna atburðina þegar Gorbatsjof var steypt, muna hve miklar líkur þóttu í fyrstu fyrir því að hún heppnaðist. 

En það fór á annan veg. Uppreisnarmenn fóru á taugum og voru illa skipulagðir og hikandi, og  Jeltsín nýtti sér það af dirfsku og hafði betur. 

Niðurstaða: Margt óvænt virðist geta gerst.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Pútín: „Þetta eru landráð!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband