27.6.2023 | 08:36
Siglingar til landsins eiga sér stórmerka sögu. Ný og ný gögn.
Sífellt finnast fleiri merki um það hve algengar siglingar til Íslands voru fyrir hið svonefnda landnámsár 874.
Norðmenn vissu snemma upp á hár að stysta siglingavegelengdin til Íslands lá frá svonefndum Stað á vesturströnd Noregs.
Myndin af siglingum og landmámi frá Bretlandseyjum skýrist og vex smám saman, samanber nýja bók Þorvaldar Friðrikssonar og uppgötvanir í erfðafræði varðandi uppruna okkar.
Landafundir á þessum öldum tengdust framförum í skipasmíðum og hlýindaskeiði sem endaði með Sturlungaöld og hruni byggðar norrænna manna á Grænlandi.
Aldrei fundist á Íslandi áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er innsláttarvilla hjá þér Ómar. Landnám er talið hafa verið 874 en ekki 974.
Nonni (IP-tala skráð) 27.6.2023 kl. 12:00
Ef farið er á Wikipedia og leitað eftir " blood type distribution by country" þá eru íslendingar og írar með fullkomið match. Engin tenging við norðmenn eða aðrar skandínavískar þjóðir.
Við erum írar, skálum í Guiness og drekkum Jameson.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.6.2023 kl. 14:37
Bjarni, netið er fullt af falsfréttum og rugli líka.
Samkvæmt Kára og Íslenzkri erfðagreiningu erum við Norðmenn að mestu leyti en hvorki Írar né Herúlar.
Ef Papar voru hér fyrir landnámið 874 á Íslandi gætu norrænir menn hafa verið búnir að sigla hér löngu áður og fáeinir búið hér.
Þessi frétt af skipinu á rúnaristunni er frá því snemma á níundu öld, það er að segja frá því um 800 til 850, fyrir stóru bylgjurnar af norrænum landnámsmönnum um og eftir 874.
Svona rúnasteinar hafa fundizt í Noregi og Danmörku frá því um 500 til 700, merki um norræna menn.
Kannski lifðu norrænir menn og Papar saman í sátt og samlyndi á þessu landi á þeim tíma. Landnám á nýlendutímanum (Kristófer Kólumbus) fólst í því að drepa þá sem voru fyrir líka. Brenna menningarverðmæti, kasta eign á landið, byggja kirkjur á heiðnum reitum hörga og hofa, afneita að fyrir hafi nokkur búið þarna.
Nú eru geimverur búnar að ráðast á jörðina og mannkynið og eru að útrýma okkur með femínismanum og jafnaðarstefnunni, láta kynin berjast innbyrðis, koma hér af stað Covid-19, Úkraínustyrjöldinni, osfv.
Þjóð sem hefur misst sjálfmynd sína er að tapa sjálfstæðinu.
Ingólfur Sigurðsson, 27.6.2023 kl. 16:31
Það skiptir í sjálfu sér engu hvað sögur segja, samkvæmt blóðflokkum erum við írar, ekki skandínavar.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.6.2023 kl. 19:27
Ísland 46.8% O+, Írland 47.0% 0+. Áttu við það? Danmörk, 35.o%, Svíþjóð 32%, Noregur 33%. Ég hef líka gaman af svona vísindum og tölfræði. Hinsvegar eru mörg önnur lönd með svipað hlutfall af O+, Cambódía, 46.7%, Argentína 48.9%. (Og Afríkuríki).
Annars verður að miða við að þetta er ekki sama staða og á landnámsöldinni, eða það er mjög ótrúlegt. Þá geta blóðflokkarnir hafa verið öðruvísi hlutfallslega. Hvað gerðist til dæmis í Svartadauða eða öðrum drepsóttum? Þá fækkaði fólki, skyldleikaræktun var einnig algeng á Íslandi í gegnum aldirnar. Miklar breytingar urðu, sumar ættir dóu út og aðrar urðu ríkjandi.
Allavega, það eru ekki bara Íslendingasögurnar, Bjarni, sem staðfesta þetta með skyldleikann við Norðmenn.
Kári Stefánsson og þannig vísindamenn rannsaka alla erfðafræðina, og hans niðurstaða er því mjög áreiðanleg.
En ég skoðaði gögnin, og þetta er rétt sem þú bentir á. Kannski stuðningur við kenningar Þorvaldar Friðrikssonar, það skal ég fallast á ef Kári Stefánsson viðurkennir það.
Ég skal útskýra þetta með einfaldum hætti Bjarni:
Þú getur tekið hóp af 100 Íslendingum sem allir eru aríar, (af norrænum kynstofni) og þeir geta innihaldið allan 8 blóðflokka breytileikann.
Það er hægt tæknilega séð að rækta upp 100% hreinan blóðflokkastofn (sem hefur ekki nema eina blóðflokkategund) ef það er gert vísindalega (með því að láta fólk para sig saman) og þannig væri fengin ný þjóð/eða þjóðfélagshópur ef bara er miðað við blóðflokka.
Engu að síður myndu þessir einstaklingar líta úr eins og norrænir Íslendingar, landnámsmennirnir.
Þannig að það er hægt að teygja þetta og túlka.
En genin eru flókin. Jafnvel þau gen sem ráða útliti, háralit, húðlit, þau eru í minnihluta þegar öll gen eru skoðuð í heild. Þessvegna er efazt um ýmsar flokkanir sem áður þóttu skipta mestu máli.
Kári Stefánsson tekur þetta allt með í reikninginn, og það eru því ekki bera Íslendingasögurnar sem gefa þessa niðurstöðu. Það er hægt að rekja hvaðan gen koma.
Ingólfur Sigurðsson, 27.6.2023 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.