9.7.2023 | 09:17
Hver íslenskur neytandi skiptir jafn miklu máli og hver Sádi-Arabi.
Íslendingar eru aðeins tæplega 400 þúsund og þessa staðreynd, örsmáan dropa í haf jarðarbúa, nota margir óspart til að réttlæta það að við víkjum okkur frá allri ábyrgð á bruðli og ofneyslu takmarkaðra auðlinda jarðarinnar.
En ef þessi röksemd á að gilda, hvers eiga þúsundir íbúa erlendra samfélaga á stærð við það íslenska að gjalda ef annað á að gilda um þau en okkar samfélag?
"Við öndum öll að okkur sama loftinu" sagði John F. Kennedy í síðustu stórræðu sinni 1963, "eigum öll afkomendur, sem okkur er annt um, og erum öll dauðleg."
Skiptir engu máli fyrir Sáda hvað Ísland gerir í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.