´Það er hægt að lækna sig af lofthræðslu.

Lofthræðsla var erfið raun fyrir borgardreng í sumardvöl þegar laið hans lá um mjó einstigi í bröttu fjallin fyrir ofan bæinn.  

17 ára gerðist hann félagi í byggingarsamvinnufélagi sem reisti tólf íbúðahæða blokkina Austurbrún 2. Þar bauðst mönnum að vinna við bygginguna fyrir hlut í henni. 

Í fyrstu leit verkefnið ekki vel út. Að vinna í járnabindingum var ekki fyrir lofthrædda, sem ynnu stöðugt í meiri og meiri hæð. 

Hluti af því fólst í að ganga ofan á mótunum, en með ítrustu einbeitni tokst það á fyrstu hæðinni. 

Síðan bættst við fleiri og fleiri hæðir. Notuð voru skriðmót og tíminn, sem hver hæð tók, minnkaði úr þremur vikum niður í tíu daga.

Á 12. hæð var öll lofthræðslan horfin og jafvel hlaupi ofan á mótunum með þverhnípið beint fyrir neðan sig.   

Niðurstaðan: það er hægt að lækna sig af lofthræðslu. Löngu síðar bauð Rúnar Guðbjartsson fólki upp á námskeið til að lækna lofthræðslu með góðum árangri. 

Aðeins tvisvar hefur lofthræðsla gripið mig. Í fyrra skiptið 1976 þegar þáði boð um að verða fyrsti farþeginn á Íslandi í loftbelg. 

Flugtakið mistókst i fyrstu og í stað ´þess að klifra um borð í körfuna, hékk ég á höndunum utan á henni, en flugstjórinn heyrði ekki ópin í mér fyrir ærandi hávaðanum í heita loftinu sem knúði belginn. 

Augnablikinu þegar jörðin fjarlægðist hratt og stutt yrði þar til ég missti takið og hrapaði, verður ekki hægt að lýsa með orðum.

´Fyrir hreina heppni fataðis belgstjóranum heitaloftsblásturinn stundarkorn og karfan skall til jarðar svo að ég losnaði frá henni lítt meiddur. 

En svona atvik er auðvitað svo svakalegt, að skelfingin ein ríkir undir og yfir og allt um kring. .

 


mbl.is Ögraði lofthræðslunni „Ég hef átt frekar gott líf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband