Starfsmenn sjónvarpsþáttarins "60 mínútur" virðast fylgjast einna best með.

Fáir ef nokkrir erlendir fréttamiðlar, hafa fylgst betur með eldgosunum við Fagradalsfjall og bandaríski sjónvarpsþátturinn "60 mínútur".  

Svo oft og reglulega hafa þeir fylgst með og sent hingað sitt fólk, að oft hafa þeir greint frá atriðum, sem okkar eigin sjónvarpsfólki hefur sést yfir. 

Sum efnin tengjast jafnvel geimvísindum og fleiri greinum viðfangsefna íslenskra vísindamanna. 

Aðeins stutt er síðan ein slík umfjöllun var á dagsrá hjá þeim, og eru þessir bandarísku Íslandsvinir hinir ágætustu auglýsendur fyrir land okkar og þjóð.  


mbl.is Gosið í erlendum miðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er gaman að sjá hversu áreiðenlegar sumar fréttastofur erlendis eru
Svíar misskildu greinilega rýminguna og töldu að verið væri að flytja þá sem byggju á svæðinu á brott

Räddningstjänsten har ryckt ut till platsen. Människor uppmanas hålla sig på avstånd och enligt det isländska tv-bolaget Ruv, som följer händelseutvecklingen live, har boende börjat evakueras från området.

Grímur Kjartansson, 11.7.2023 kl. 07:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Landinn á þó sjálfur metið, þegar danska orðið krydsild var þýtt sem kryddsíld.  

Setningin "the fake policeman found Bulgarians hidout" var þýdd svona: "Fake lögreglumaður fann Búlgarann Hideout."  

Setning um Yvonne, kærustu Shumachers, var þýdd þannig að með Shumacher hefði verið í för kærasta hans, Verlobte Yvonne. 

Og í stríðsfréttum á heimsstyrjaldarárunum mátti lesa ítrekað, hvernig "Staff hershöfðingi" virtist leika margsinnis tveimur skjöldum í yfirstjórnum herja beggja vegna víglínunna. 

Ómar Ragnarsson, 11.7.2023 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband