11.7.2023 | 09:25
Bein útsending 1973 og síðar óklippt í Kröflueldum.
Enginn æátti von á því í ársbyrjun að stutt væri í það að sjónvarpa beint frá eldgosum á Íslandi. En þetta tókst nú samt í Heimaeyjargosinu með því að setja upp myndavél á Klifinu og koma þaðan á beinni útsendingu til sjónvarpsnotenda um allt land.
Útsendingin var án hljóðs, en i Kröflueldum var farin önnur leið. Flogið var með kvikmyndatökumann og jarðfræðing eftir endilangri gjósandi sprungunni við Kröflu og tekið upp heilt og óklippt myndskeið með lýsingu hans á allri sprungunni.
Síðan flogið með filmuspóluna til ákureyrar og með áætlunarflugi þaðan til Reykjavíkur.
Þaðan var þessu heila óklippta myndskeiði sjónvarpað til landsmanna aðeins tveimur klukkustundum eftir að það var tekið.
Bein útsending: Eldgos á Reykjanesskaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.