Sorg og líkn.

 

SAMÚĐARKVEĐJA. 

 

SORG OG LÍKN.  (Međ sínu lagi)

 

Söknuđurinn sár;

sorgarkvöl og tár. 

 

Ljúfur Drottinn lífiđ gefur;

líka misjöfn kjör, 

og í sinni hendi hefur

happ á tćpri skör.

Feigđin grimm um fjöriđ krefur. 

Fátt er oft um svör. 

Enginn veit hver annan grefur;

örlög ráđa för.   

 

Söknuđurinn sár; 

sorgarkvöl og tár. 

 

Líkna höfug hryggđartárin;

hörfar myrkriđ svart. 

Látum tímann lćkna sárin, 

ţótt lögmáliđ sé hart. 

Valt er lán og vegir hálir;

víst ţó huggun er

ţađ, sem góđar, gengnar sálir

gáfu okkur hér. 

 

Söknuđurinn sár;

sorgarlíkn og tár. 

 

Og ég veit ađ orđstír lifir;

ást og kćrleiksţel. 

Sá, sem vakir öllu yfir 

ć mun stjórna vel. 

Vítt um geim, um lífsins lendur

lofuđ séu´hans verk. 

Felum okkur í hans hendur, 

ćđrulaus og sterk. 

 

Söknuđurinn sár. 

Sorgarlíkn og tár;

sorgarsortinn dvín;

sólin rís og skín.    

 

 

 


mbl.is Nöfn ţeirra sem létust í flugslysinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband